Byrjuð að jólast…

… og að finna fallegt gervigreni er alltaf smá lottóvinningur í mínum huga. Þrátt fyrir að finnast alvöru grenið dásamlegt þá finnst mér það þorna svo fljótt inni við að ég verð alltaf smá pirruð þegar það fer að hrynja af því og svo finnst mér ekki spennandi að vera með skraufþurrt grenið um jólin. Þess vegna er fallegt gervigreni geggjað, og ég datt í lukkupottinn í Húsgagnahöllinni…

Húsgagnahöllin #samstarf

…eitt af öðru færast rýmin í jólabúning. Þetta er að gerast aðeins hægar en ég á að venjast, en það má bara skrifast á það að nóg er að gera í hinum og þessum verkefnum. Gangaborðið mitt langa er alltaf skemmtilegt að skreyta og það er því alveg að verða reddí. Byrjaði svona…

…en ég ákvað síðan að setja upp þorpið á neðri hæðinni, ég hef reyndar gert það áður – en hey, það var enginn sem sagði að maður mætti bara gera hvern hlut einu sinni….

…húsin eru bland í poka: sum frá Húsgagnahöllinni, önnur frá Rúmfó og víðar. En þið getið fengið svipuð hús í Dorma, Húsgagnahöllinni og Rúmfó, til þess að nefna nokkra staði…

…jólatréð og potturinn er bæði nýtt frá Húsgagnahöllinni og vá hvað mér þykir þetta fagurt! Tréð er svo raunverulegt og svo þegar að ledljósin eru komin á, þá kemst ég í jólagírinn…

…ledkertaljósin eru líka frá Húsgagnahöllinni, og eru einstaklega fögur því að ljósin flökta lítillega sem gerir þau svo raunveruleg…

…þetta dásamlega greni er nýtt líka og ég keypti síðan bara plastkróka í A4 sem ég límdi aftan á spegilinn, og notaði vír til þess að festa lengjuna ofan á á þreumur stöðum…

…síðan fannst mér stjörnulengjurnar gera mikið til þess að setja svona vintage look á þetta…

…talandi um lengjur þá var þessi grenilengja líka að koma í Höllina og risastór og dásamleg, könglar fastir á henni. Þetta er ein lengja sem þið sjáið hér og snagabrettið er 140cm…

…bjöllurnar og sokkarnir eru hins vegar keypt erlendis – en greni verður ekki mikið fallegra en þetta…

…ég prufaði síðan sama grenið og fór á spegilinn á arininn, og finnst það koma svo fallega út…

…smá svona nærmynd svo þið sjáið hversu fallegt það er…

…þessar stjörnulengjur, elska!

…svo til þess að prufa allt, þá fór lengjan af snagabrettinu líka á arnininn. Svo er bara spurning hvort að maður vilji meira eða minna….

…mér finnst eiginlega bæði betra…

…húsin fallegu eru líka frá Höllinni, sem og kertin sem eru eins og jólatré, en ég var búin að sýna ykkur þau hér – í þessum póst (smella)….

…svo þurfum við bara að færa okkur inn í eldhúsið næst!  ♥ ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *