Ljóst og létt fyrir vorið…

…þegar ég sýndi ykkur innlit í Húsgagnahöllina um daginn (smella hér til að skoða) þá var ég alveg að fara á límingunum yfir öllum fallegu púðunum. Verandi eins púðasjúk og ég er. En ég týndi einmitt nokkra saman og deildi með ykkur myndum…

Smella til að skoða alla púða!

Húsgagnahöllin #samstarf

…en það er alveg hreint dásamlegt úrvalið í versluninni hjá þeim, og auðvitað eru þeir líka á netinu og þið getið skoðað þá með því að smella hér!

…en eins og ég hef áður sagt ykkur þá er það ein einfaldasta leiðin til þess að lífga upp á rýmin og breyta til, að skipta út mottum, púðum, gardínum og þessu svona smálega sem getur gert svo mikið fyrir rýmið.

Þannig að ég stóðst ekki mátið og skipti um í sófunum hérna heima…

…mér þykir sérlega fallegir svona mildir tónar eins og eru í þessum blómamynstur púðum, en það er svona eins og dass af bleiku í þeim, bara svona ööörlítið. Svo eru þessir röndóttu svoldið módern með og viss fílingur…

…þetta geggjaða bóhó-teppi er síðan alveg truflað flott með – þvílíkt svona “statement” að sjá það í sófanum – áferðin á því er að gera svo mikið…

…eins er ég að elska þessa stóru ljósu púða með röndinni niður, þeir eru alveg 50x50cm og alveg ekta djúsí. Svo bara fleiri rendur og blóm, auðvitað…

…meira af því sama í staka stólinn, og teppið er líka svo fallegt…

…og talandi um að vera alsæll með teppi – þá er það ekkert spurning um hvort að Molinn fíli svona…

…mér finnst þetta koma fallega út inni í rýminu, ekkert of mikið en samt smá svona vorfílingur…

…svo þegar það koma smá svona afskornar greinar í vasa, þá kemur enn meiri vorfílingur – veggirnir eru málaðir í Draumgráum frá Slippfélaginu…

…greinarnar kalla á græna litinn í málverkinu…

…breytið þið um púða og annað smálegt eftir árstíðum, svona til þess að fríska aðeins upp á?

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *