Kastalinn I…

…það breytist víst seint hversu hrifin ég er af því sem Joanna Gaines er að gera. Nýjasta verkefnið hennar sem varð að heilli þáttaröð er Kastalinn – Fixer Upper: The Castle. Um er að ræða hús í Waco í Texas sem var byggt fyrir aldamótin 1900.

Fyrir myndirnar, húsið nýbyggt og svo í því ásigkomulagi sem það var í…

…og virkilega glæsileg útkoma þegar búið var að þrífa steininn og laga allt saman:

Þetta er ólíkt því sem hún hefur gert áður á margan máta, en er svo einstaklega heillandi og spennandi. Hún heldur í gamla stílinn, en uppfærir þetta þó mjög fallega og skemmtilega…

…það verður líka alltaf að segjast að þau hjónin eru skemmtileg í þessu saman, og það skiptir svo miklu máli þegar maður horfir á…

…eitt af því sem hún gerði fyrir Kastalann var að gera heila línu af nýjum litum en hún er einmitt með málningu sem hún selur á síðunni sinni, www.magnolia.com, og víðar líka…

…þið getið fundið einhver brot af þessu á YouTube, en annars má finna þættina á Magnolia stöð þeirra hjóna, eða í gegnum Amazon Prime ef þið eruð með VPN og stillið það á USA…

…hér sést myndbrot þar sem sýnt er frá útliti hússins…

…ég ætla síðan að gera nokkra pósta og deila með ykkur myndum af þessum einstaklega fallegu breytingum – en þetta er algjör augnakonfekt!

Photos and material copyright via Magnolia.com

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Kastalinn I…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *