2019…

…vertu velkomið!
Nýtt ár, ný byrjun – ég held að það sé ein af ástæðunum fyrir að mér þykir erfitt að bíða fram á þrettándann með að taka niður jólaskrautið. Þetta er svolítið eins og eftir mikla átveislu (sem þetta og er) að eftir að hafa étið á sig gat, þá langar manni ekkert endilega að vera með afgangana fyrir augunum 🙂 Sjálf þykir mér mikið skemmtilegra að hafa jólin lengur með því að setja þau upp fyrr, heldur en að taka þau niður 6.janúar.

Ekki það að við erum enn með jólaskrautið uppi við, en í fyrsta sinn – daginn fyrir gamlárs þá ákvað ég að hreinsa aðeins til. Þannig að í stað þess að vera með arininn svona…

…með greni og ljósum og því öllu…

…þá fór ég yfir hann og tók niður – þannig að það er enn jól, en það eru svona diet jól…

…og í stað þess að vera með aðventukransinn í stofunni…

…þá setti ég spegil sem ég fékk í Rúmfó, og nýju fallegu kertastjakana sem ég fékk í jólagjöf…

…ahhh þetta er svo gott, að einfalda aðeins…

…hillan í stofunni, sem var með húsum og trjám og öðru slíku í tilefni jóla, fór í niðurskurð…

…og í stað þess sett upp hlutirnir sem hafa verið í geymslu á meðan á jólum stóð…

…ég er auðvitað með mikið af jóladóti, og bara dóti almennt, og þess vegna líður mér alltaf rosalega vel með svona “hreinsunarstarf”. En eins og áður sagði, það er enn af nægu að taka…

…það verður bara aðeins minna sem þarf að ganga frá…

…ég held reyndar að þetta sé mest spurning um hefðirnar. Ef maður er alinn upp við að þrettándinn sé seinasti dagur jólahátíðarinnar, og það er mikið húllumhæ í kringum það – þá skil ég vel að halda í þá hefð. En t.d. hjá minni fjölskyldu þá var ekkert mikið gert í kringum þennan dag, og hann spilar enga sérstaka rullu í hausnum á mér…

…ég verð alltaf jafn hissa á hvað fólk getur tekið því persónulega, hvað Jón eða Gunna eru að stússa á sínu heimili. En ég sé inni á SkreytumHús-hópnum að þetta er mikið hitamál, og ég vil endilega benda fólki á að þó að aðrir séu að taka jólaskrautið niður fyrr – þá er það ekki að gera lítið úr þinni hefð eða venjum, heldur er þetta bara spurning um venjur, smekk og langanir 🙂 Eins og svo margt í þessu blessaða lífi…

…það væri svo yndislegt ef flestir gætu reynt að temja sér umburðarlyndi og skilning á að þó að einhver geri öðruvísi en þú gerir, þá er það ekki endilega rangt eða slæmt, það er bara öðruvísi, og þetta á svo sannarlega ekki bara við um jólaskraut eða slíkt! Annars vona ég bara að þið hafið átt góð og gleðileg áramót! ♥

…og ég hlakka til að takast á við 2019 – í ykkar góða félagsskap! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

3 comments for “2019…

  1. Alda
    02.01.2019 at 10:56

    Sammala! Eg vil setja upp i nov og taka niður 27 des ca..

  2. Margrét Helga
    02.01.2019 at 16:43

    Sammála….mun samt líklega ekki taka þetta niður fyrr en á þrettándanum vegna leti 😛

  3. Anonymous
    03.01.2019 at 15:20

    ó hvað ég er sammála þér, ég var farin að tvístíga á annan í jólum..en jafnaði mig á því og nú nenni ég ekki að taka niður, því það kallar á þrif..þó það sé ekki endilega mikið sem ég er með, en vil þrífa vel á eftir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *