Stofa og borðstofa – moodboard…

…ég er enn í moodboard-unum og læt mig dreyma. Allt svona létt og ljóst, eitthvað sem er að heilla þessa dagana. Í þetta sinn er það stofu og borðstofa sem verða fyrir valin og öll húsgögnin eru frá Húsgagnahöllinni. Ég er í samstarfi með Höllinni en allar vörurnar eru valdar af mér.

Því er ekki neitað að sófinn er með því mikilvægasta sem fer inn í stofuna. Þessi hérna tungusófi finnst mér vera alveg draumur. Hann er stílhreinn og flottur, er mjög þægilegur með þessari breiðu tungu og svo finnst mér svörtu fæturnar alveg setja punktið yfir i-ið.

Nes tungusófi hægri – smella hér!


…en mér fannst líka kjörið að sýna ykkur annan sem væri tungulaus, en annars mjög svipaður hinum að ofan. Stílhreinn og flottur og aftur eru lappirnar að gera góða hluti fyrir mig…

Nes 3sæta sófi – smella hér!

…þegar maður er með fallega sófa þá er ótrúlega gaman að brjóta upp með ólíkum hægindastólum á móti. Þessir eru alveg geggjaðir. Þeir eru á svörtum fæti og þetta áklæði er alveg draumur. Það er oft að maður velur stólana í einhverjum lit til þess að poppa upp á litapallettuna í stofunni, en mig langaði að nota meira svona “white on white” fíling og hér er það áferðin á efninu sem er að poppa upp allt saman, lofit…

Cuddle hægindastóll – smella hér!

…kózýmottur eru líka eitthvað sem getur algjörlega breytt öllu. Nýju motturnar frá Rut Kára sem fást í Húsgagnahöllinni eru hver annari fallegi og þessi hérna er mikið uppáhalds hjá mér…

Rut Kára mottur – smella hér!

…með þessum mjúku línum í sófanum og stólunum, og svo flöffí gólfmottu þá er gaman að koma með andstæðu í efnum með þessu truflaða marmara sófaborði. Þvílíkt fallegt og töff…

Vega sófaborð – smella hér!

…gullið er síðan alltaf geggjaður blingfaktor og þessi hérna standlampi – eigum við að ræða hann eitthvað frekar? Þvílík fegurð og ekta svona “statement” hlutur inn í rýmið…

Kare Scala – smella hér!

…við vorum með þessa skemmtlegu hægindastóla, og þessir hérna púðar eru kjörnir í sófann á móti þeim. Bóhófilingur, hvítt á hvítu en áferðin er það sem poppar þetta allt upp – ég er að elska þessa hérna…

Nordal Tufe púði – smella hér!
Eightmood Bohemian púði – smella hér!

…alveg hreint dásamlegt borðstofuborð hérna – ég er alveg hreint að fara fara á límingunum yfir þessu…

Christo borðstofuborð Q120 – smella hér!

…og höldum áfram í hvíta/ljósa þemanu og þessir stólar eru æði. Þvílíkt þægilegir að setjast í og svartir fætur sem “tala við” svörtu fæturnar á sófanum…

Creston borðstofustóll – smella hér!

…annar möguleiki fyrir það sem vilja ekki velúrinn, en kommon – hver elskar ekki velúr?

Medusa borðstofustóll – smella hér!

…talandi um að blanda saman við og svörtu, létt og ljóst – þá er dásamlega Belfast-hillan komin aftur og þessi væri fullkomin á vegg í þessari stofu…

Belfast hilla – smella hér!

…ég verð að viðurkenna að ég væri meira en lítið til í þessa stofu – létt og ljós, smá bóhó fílingur en samt stílhreint og módern! Love it ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *