Moomin stafakrúsir…

…því verður ekki neitað að það eru gífurlega margir aðdáendur Múmínálfanna hérna á landi. Bollarnir eru að koma út nokkrir á ári og hvert sinn hlaupa til hjarðir af æstum aðdáendum. Einnig er Múmínsafnarahópur inni á Facebook þar sem má fylgjast með gömlum og sjaldgæfum bollum seljast fyrir oft háar upphæðir – smella til að skoða!

#samstarf

Í Húsgagnahöllinni fæst mikið af Múmínvörunum, sem og auðvitað öðru frá Iittala og ég var að reka augun í að þau eru komin með sinn eigin Múmínpóstlista, sniðugt, og mig langaði að segja ykkur frá honum og sýna ykkur nokkrar fallegar myndir í leiðinni!

Byrjum Múmínpóstlistanum, en það er einfalt að vera með – þið bara skráið nafn og netfang – og þá fáið þið sendar fréttir þegar nýjar vörur bætast við og hugsanlega líka afsláttarkóða við og við!

Smellið hér til þess að skrá ykkur á póstlista!

Nýju Moomin by Arabia pastellitu stafakrúsirnar eru skemmtilegar tækifærisgjafir. Bollarnir gefa dásamlegu stafaskreytingunum hennar Tove Jansson nýtt líf. Stafirnir eru byggðir á letri sem Tove handteiknaði fyrir bókina „Minningar Múmínpappa“ og kortin af Múmíndalnum. Persónuskreytingarnar hinum megin á krúsunum eiga einnig uppruna sinn í Múmínsögurnar sem við öll þekkjum. Á næstu árum er gert ráð fyrir að nýjir stafir bætist við.

Hér er Múmínmamma á bollanum L en aðrir íbúar Múmíndals sem prýða fyrstu bollana eru Múmínsnáði (O), Fuddler (V), Mímla (E), Snabbi (H) og Þöngull & Þrasi (M). Myndskreytingarnar eru byggðar á handgerðu teikningunum sem finnast meðal annars í Múmínbókum og kortum Tove Jansson.

Stafakrúsirnar eru unnar í samstarfi við „Reading, Writing and the Moomins“ til að breiða út lestrar – og ritgleði í lífi barna, ungmenna og fullorðinna.

Krúsirnar koma í stærri stærð, 0,4 lítra, sem hentar vel undir te og heitt kakó og einnig fyrir vel fyrir kaffiþyrsta.

Smella hér til þess að skoða krúsirnar í Húsgagnahöllinni!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *