Innlit í Góða…

…en mér finnst alltaf gaman að labba hringin og skoða og ímynda mér hvað væri hægt að gera til þess að breyta og bæta aðeins…

…stundum er hægt að ímynda sér að hægt væri að taka sumar myndinar og t.d. bara klippa niður og setja í smærri/aðra ramma. Svona til þess að búa til aðeins öðruvísi myndavegg. Þessi mynd af konunni var eitthvað að fá mig til þess að stoppa og skoða…

…þessi ljósmynd fannst mér líka alveg dásamleg…

…gamall og danskur? En þessir ruggustólar voru nú víða ti…

…svo voru til þess skemmlar, ég er alltaf skotin í þessum gömlu leðurpullum…

…þessir stólar voru líka að heilla eitthvað…

…mér fannst eiginlega eins og þær ættu bara heima á Bessastöðum helst…

…þessi voru nú vinsæl, en það væri líka hægt að eitthvað skemmtilegt við þau fyrir jólin, litlar skreytingar – snúa við og breyta í bjöllur? Leika sér með þetta…

…tvennt annað sem gæti verið skemmtilegt fyrir jólin, húsið og bjallan – og þéttholda kisinn…

…mér finnst þessi plattar alltaf jafn fallegir…

…krúttaralegir baukar frá Túlípop…

…og aldrei nóg af ást – sem mætti líka mála…

…þessi gæti verið skemmtilegir fyrir aðventuna…

…og þar sem kertatíminn er kominn á fullt, þá voru til alls konar fallegir stjakar sem væri hægt að mála eða spreyja, eða bara skella kerti beint í…

…þessi var mjög stór, og mér fannst hann frekar flottur – geggjaður með jólaskreytingu í…

…svo er alltaf hægt að finna eitthvað spenanndi til þess að nota í eldhúsinu, eins og þessi fallega skál með loki og diskar á fæti…

…þessi var stór, alveg á stærð við fótbolta, en svo töff. Það er spurnga, en það væri auðveldlega hægt að fylla í hana og t.d. kalkmála allan vasann…

…svo var þessi álíka stór – og ég var aaaaaaaaalveg að fara að taka hann með heim og mála með matarsódaaðferðinni – sjá hér!

…svo er þetta alltaf spurning um að týna saman og prufa að raða upp, þannig er hægt að búa til fallegar grúbbur…

…sófaborð sem hægt væri að gefa nýtt líf, smá málning eða pússa það upp…

…svona vængjaborð eru svo sniðug. Taka lítið pláss upp við vegg, en sniðug til þess að draga fram og nota til að spila eða t.d. púsla við…

…þessir skápar voru fyrir geisladiska, en það væri sniðugt að taka burtu festingarnar fyrir þá innan í þeim og setja t.d. bara venjulegar hillur. Það gæti líka verið töff að setja annan ofan á hinn, þannig að fæturnir yrðu eins og toppskraut – nú eða taka þá burtu. Í það minnsta grunnir og flottir skápar, sé þá fyrir mér í forstofu…

…alls konar marmaralampar…

…og jú, einhyrningalampar eru greinilega til í massavís 🙂

Hvað sást þú sem var að heilla?

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Innlit í Góða…

  1. Anonymous
    07.10.2022 at 16:52

    Allir hvítu vasarnir sérstaklega þessi sem er lengst til hægri frá mér séð á myndinni sem þú deilir með okkur 🙂 Onyx lamparnir eru flottir lika en ég á tvo sjálf en get ekki fengið skerm á annan þeirra svo það er bara einn í notkunn 🙂

    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *