Útstillingar í Rúmfó…

…ég fór í það í vikunni að stilla upp í “frontinum” á Rúmfó á Smáratorginu. Eins og við er að búast eru búðirnar fullar af haustvörum og það er alveg hreint svakalega mikið af nýju og fallegu í verslununum.

…þessi nýji “bangsastóll” var að koma og skemill í stíl, og ég bara stóðst hann ekki. Ég varð að leyfa honum að vera svoldið svona aðal…

…æðislegir eikarskenkir með glerhurðum, en það er alltaf fallegar mublur til þess að stilla upp í….

…svo fallegar stórar svartar luktir. Svo eru þessir vasar alveg ofsalega fallegir, þeir eru dálítið retro, svona 60s fílingur í þeim…

….hér er síðan hærri skápurinn, og svo fyrir framan er nýji svarti Egelev sjónvarpsbekkurinn – en hann er í svo miklu uppáhaldi hjá mér…

…sjálf er ég að leita að plássi til þess að koma þessum græna vasa fyrir hérna heima hjá mér, en hann er alveg einstaklega fallegur og veglegur…

…gylltu speglarnir á veggnum standa líka alltaf fyrir sínu – og ég held að þeir eigi eftir að koma sterkir inn um jólin…

…hér sést enn betur áferðin á stólnum fallega, svo eru púðar og teppi alltaf möst…

…hér eru vörurnar á palli nr.1…

…en færum okkur yfir ganginn…

…Virum skápurinn er alltaf jafn fallegur og hér er hann uppstilltur með tveimur nýjum hillum…

…það eru þrír vasar sem mér finnast alveg ómótstæðilegir í nýju vörunum, þessi græni, sá gyllt og líka þessi hérna hvíti með fallegu áferðinni. Svo er ég einstaklega hrifin af að sjá baðmotturnar inni í skápnum, en ég elska þetta skemmtilega efni (langar svoldið að gera púða úr því)…

…á hinum veggnum, þá fékk Virum skenkurinn að vera, ásamt stórum bangsaskemill (ég og mínir bangsar) og svo auðvitað skrautblómin sem koma með fallega haustlitinn…

…hér eru síðan ljósir púðar og ljósum skemli, en það er verið að leika sér að mismunandi efnum og áferðum og það finnst mér svo gaman. Körfurnar koma síðan með svo mikinn hlýleika…

…í horninu er svo dásamlega borðstofuborðið og stólarnir, allt eitthvað sem mér finnst dásamlegt…

…og þessi geggjuðu ljós, sérstaklega svona tvo saman, LOVE it…

…svo er áfram leikið með hringformið, í mottunni og að sjálfsögðu í diskum og því…

…ákveðinn einfaldleiki en samt haust líka…

…pallur nr. 2 – listi yfir hluti:

…á litla pallinn inni stóðumst við ekki freistinguna að setja nýja höfðagaflinn, sem er líka hægt að nota sem svona veggpanil…

…hér er svo annar hvítur hægindastóll, aðeins fínlegri en sá sem er frammi. Loðið teppi og púði setja svo punktinn yfir i-ið. Borðið er líka nýtt og einstaklega flott, vasinn og spegillinn eru svo að njóta sín vel…

…pallur nr. 3:

…svo urðum við að nota nýja borðstofuborðið líka. En þetta er grátt og í raun með svona “steypu look-i” á borðplötunni…

…þið sjáið það betur hér. Stólarnir eru svo líka nýjir, töff áklæði og snúningsstólar – gleði gleði gleði…

…svo þar sem allt er í gráu, þá er nauðsyn að fá brassvasann fallega og stráin, ásamt bastbakka, til þess að hlýja þetta allt upp…

…ég á sjálf þennan vasa og hann er einstaklega fallegur…

…pallur nr. 4:

…seinasti pallurinn er svo með þessum fallega nýja skenk og borði í stíl…

…skemmtileg gull smáatriði á skenknum, í fótunum og höldunum…

…seinasti pallurinn:

…vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *