Innlit í Rúmfó…

…á fimmtudaginn “datt” ég í örskamma stund inn í Rúmfó á Bíldshöfða, og smellti af nokkrum myndum sem ég setti á snappið.  Það voru svo margir sem tóku skjáskot að ég ákvað að setja þetta í smápóst fyrir ykkur í leiðinni.  Það voru nefnilega að koma inn þónokkrar vörur sem hafa verið uppseldar í einhvern tíma en voru að koma aftur.
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn!
Til að mynda voru þessir bjútí-púðar (sjá hér -smella) að koma aftur…

…en mér finnst þessir púðar alveg sérstaklega fallegir og færu nú vel í jólapakka…

…eins eru hringspeglarnir komnir aftur í tveimur stærðum (sjá hér – smella)

…minn spegill er reyndar var Esja Dekor, en sýnir bara hvað svona hringspeglar geta gert mikið fyrir rými.  Mér finnst þetta fullkomin gjöf fyrir t.d. ungar dömur…

…alls konar nýjir flottir púðar, eins og t.d. þessi (smella)

…svo sá ég að skrautið sem ég var að nota á jólapakkana var til þarna í þó nokkru magni…


…þessir ótrúlega fallegu stjakar eru komnir aftur…


…og ég sá inni á SkreytumHús-hópnum og það var ein sem notaði þessa stafi (sjá hér – smella) til þess að festa jólasokka í þetta á arni, kom fallega út…

…falleg tré tré 🙂

…og þessi endalausa stjarna er ansi falleg…

…gervikrans sem bara biður um að vera skreyttur og gert til góða, en hann er mjög þéttur og fallegur…

…svo falleg útskorin trébretti…

…og nóg af trékeflunum sem ég nota svo mikið í innpökkun…

…eins voru að koma svona grunnar húsavegghillur sem mér fannst ansi spennandi…

“arininn” er líka til ennþá, en þetta er eins og risalukt með lifandi eldi…

…fallegu vasarnir komnir aftur…

…og hellingur af alls konar fallegum servéttum, sem eru ódýrar og flottar…

…þessi fannst mér ansi flottur, en þetta er svona vaxdúkur…

…eins er þessi dúkur enn til, sem og diskamottan sem þarna sést…

…þessir púðar finnst mér æði…

…en ég er einmitt með þennan í gauraherberginu…

…svo er sniðugt að benda á þetta rúmteppi, en þetta er sama teppið – bara hægt að snúa því á tvenna vegu.  Hafa það grátt eða blátt.
Það eru til nokkrar týpur/litir og þið getið skoðað það hér – smella
 
…eins eru þessir púðar ferlega flottir…

…ég er búin að vera með þennan (sjá hér) í nokkra mánuði og alltaf jafn ánægð með þá – grófir og flottir. Smá svona Boho-fílingur…

…gervigærurnar eru líka til í nokkrum litum og eru snilld í jólapakkann (sjá hér)

…við erum ýmist með hvítar eða gráar á bekknum í eldhúsinu, og það er svo bara hægt að henda þeim í vélina, sem er snilld…

…algeng spurning er líka hvaða túmteppi við séum með, og það er Aliana-teppið í gráu (sjá hér – smella)

…en ég er sérlega ánægð með það!

…eins erum við mjög ánægð með Moss-sængurverið, en það er enn til og alveg súper mjúkt og kózý…

…þetta eru líka svo falleg sængurver…

…svo tók ég eftir að það var afsláttur af borðstofustólum, svona ef þið viljið koma fleirum við borðið…

…þetta finnst mér sérlega fallegt…

…þetta teppi, Banksia (sjá hér – smella), er æðislegt.  Það er svo mjúkt og kózý, og báðir litirnir eru svo fallegir…

…dóttirin er með dekkri litinn á rúminu hjá sér.  Rúmið er 120cm á breidd og þetta kemur vel út…

…svo kózý og jóló líka, mjúkt flísteppi…

…og enn hægt að næla sér í jólatré…

…það er sem sé nóg til af grunnu vegghillunum núna…

…en þær koma svo töff út…

…mér sýndist líka á öllu að mottan sem ég nota sem jólatrésmottu (sjá hér – smella) sé komin aftur…

…síðan kíkti ég aðeins í búðina á Granda, og þar voru enn nokkrir svona….

…eins voru hnettirnir til þar…

…fallegu kollarnir…

…Ulstrup kollur (sjá hér – smella)

…eins voru standpottarnir til þar…

…eitthvað af jólasnjónum…

…og bambahjörð.  Vonandi hjálpar þetta eitthvað við að fá hugmyndir að jólagjöfum eða bara til þess að gefa ykkur innblástur!
Knúsar og farið nú varlega í jólaösinni 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *