Elsku haust…

…núna tek ég þér höndum tveim. Það er víst ekki hægt að reka hausinn endalaust í sandinn og ýta þessari staðreynd frá sér, því staðan er einfaldlega haustið er komið! Ég ákvað því að fara á stúfana og redda mér erikum og því haustlyngi sem mig langaði í og finnst nauðsynlegt fyrir þennan árstíma. Öll blómin eru fengin frá heildversluninni Samasem, sem er á Grensásvegi 22 – en það er öllum frjálst að versla þar.

Samasem #samstarf

…ég skellti mér því í Samasem, sem staðsett er á Grensásvegi, og skoðaði það helsta. Fyrst auðvitað í afskornu deildinni, en þar eru komin eikarlauf í öllum litum, snjóber, safaríbúnt – bara til þess að nefna fátt eitt…

…og svo er það haustlyngið: erikur og callunur og alls konar fallegar samplantanir…

…hérna sjáið þið einmitt eina svona samplöntun, en hér eru erikur, callunur og skrautkál sett saman í stóra skál – virkilega fallegt…

…kemur svo fallega út að setja þetta bara beint í stærri pott, hér var mold í botninum og því smellpassaði þetta ofan á…

…hér er síðan önnur…

…þessi fannst mér alveg dásamleg líka, en hér fjarlægði ég hana úr ytri pottinum og færði bara beint í skál…

…svo er auðvitað hægt að gera bara sjálf, hér er pottur úr Rúmfó og ég setti bara saman þrjá minni blómapotta ofan í – erikur og callunur og skýjadepplu, þetta verður svo falleg blanda…

…svo fannst mér kjörið að skella bara nokkrum pottum í fremsta beðið – fá smá svona haustliti sem taka á móti manni…

…hér tekur síðan pottur á móti manni – og Molinn auðvitað…

…ég var síðan að fá mér smá haust í vasa inni…

…eikarlauf og meira til, svo má alltaf nota erikurnar inni líka – en þá þarf að vökva þær extra mikið…

…en þær koma fallega út í skál, og sérstaklega þegar eikarlaufin eru svona með í stóra brassvasanum…

…smá afgangar af eikarlaufum og snjóberum fengu svo að fara í skálar með kertum, svona til þess að njóta þess sem annars hefði jafnvel bara farið í ruslið…

…skálarnar eru æði, en þær fást í Húsgagnahöllinni – smella hér!

…safaribúntinn eru í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg ótrúlega falleg…

…hér eru tvo búnt saman í vasa auk lágra snjóberjagreina…

…jæja, það er víst ekki í fyrsta sinn sem ég klæði mig óvart í stíl við blómin sem ég er að vinna með 🙂

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *