Dásamlegt innlit…

…en mér fannst þetta vera alveg geggjað fallegt innlit og vel þess virði að skoða. Það er nánast allt hérna sem heillar mig upp úr skónum og ég gæti vel hugsað mér að flytja bara inn.

Húsið var byggt 1870 og hafa hjónin smám saman verið að uppfæra það og gera það þannig að stíllinn henti þeim betur. Þau eru samt að halda í gamalt yfirbragð og saman er þetta ævintýraleg blanda…

Stofa, sem er innaf eldhúsi, er innréttuð í fyrrum hlöðu. Åsa hefur málað veggina í gráum lit. Gólf og loft eru hvítgljáð. Sófi Petito frá merkinu Furninova, sem fæst í Húsagagnahöllinni. 

…glerskápurinn er gamall og þau gerðu smávægilegar breytingar á honum þannig að hann virkar innbyggður og nánast upprunalegur…

…dulítið dásamlegt, ekki satt?

…þessi dempaða litarpalletta, í hvítum, gráum og grænum tónum finnst mér ótrúlega heillandi…

…veggfóðrið setur mikinn svip á hjónaherbergið og gerir það einstakt…

…hér er skenkur notaður sem baðherbergisinnrétting, svo falleg lausn…

…módern og gamaldags í bland, svo fallegt…

…dásamlegt gróðurhús…

…vona að þetta hafi gefið ykkur innblástur!

Myndir og frekari teksti frá Leva&Bo – smella hér til að lesa!

Myndir: Josefin Widell Hultgren

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *