Gjafalistar…

…eitt af því sem vill einkenna sumarið, og sennilega nú sem aldrei fyrr, eru brúðkaupin. Loksins eftir tvö ár er hægt að halda brúðkaup og veislur án þess að vera með fjöldatakmarkanir, grímur og vesen.

Þá kemur að því sem að veldur oft hausverk en það er að finna réttu gjöfina. Fólk er oft að gifta sig eftir að hafa búið saman í mörg ár og það vill því oft verða erfitt að finna það sem “vantar”. En þá eru einmitt brúðargjafalistar algjör snilld. Það eru margar verslanir sem bjóða upp á þessa þjónustu fyrir brúðhjón og mig langar að segja ykkur frá hvernig þetta fer fram í Húsgagnahöllinni (#samstarf)…

…fyrst af öllu er rétt að benda á að það var að koma út flottur Brúðkaups-bæklingur frá þeim þar sem er farið yfir þetta allt saman, og þið getið skoðað hann með því að smella hér!

Inni á heimasíðunni er líka sér dálkur sem heitir Gjafahugmyndir, og þar eru teknar saman sniðugar hugmyndir fyrir brúðhjónin, eða útskriftina eða bara almennar tækifærisgjafir. Smella hér til að skoða!

…þetta er náttúrulega snildl fyrir brúðhjón að setja saman svona lista, og fá þannig tækifæri til þess að velja það sem þau vilja helst, og það sem þau vilja safna, og setja saman í gagnvirkan lista sem gerir öðrum auðveldara að versla gjöfina. Listinn getur verið falinn, einka og svo opinn – og það er hægt að versla af honum í gegnum vefverslunina, sem er snilld, og fá innpakkað – hversu hentugt er það…

Brúðargjafalistar

  • Til að stofna lista þarf viðskiptavinur að vera innskráður.
  • Búðu til nýjan lista með nafni brúðhjóna og dagsetningu brúðkaups til að auðvelda vinum og ættingjum að finna listann.
  • Fyllið út notendaupplýsingar, a.m.k. símanúmer og netfang svo hægt sé að færa ykkur gjafabréf eftir brúðkaupið.
  • Listinn þarf að vera opinn ef fólk á að geta keypt af honum. Hægt er að hafa hann falinn/einka og breyta í opinn þegar hann er tilbúinn.
  • Falið: Eingöngu þú og verslunin finna listann. Enginn getur flett honum upp eða keypt af honum.
    Einka: Eingöngu þú og verslunin finna listann en þú getur deilt hlekk og þá getur sá sem fær hlekkinn opnað þótt listinn finnist ekki í leitinni
    Opið: Listinn þinn sést og allir geta skoðað og keypt af honum.
  • Þegar listi hefur verið stofnaður birtist setja á gjafalista við vörur í vefverslun (ekki nota óskalista). Þar má bæta vöru á gjafalistann. Magni er breytt í listanum sjálfum auk þess sem taka má hluti af lista eða bæta á hann eftir vörunúmeri eða heiti.
  • Verslað af gjafalista í netverslun: Opna þarf viðkomandi gjafalista brúðhjóna og setja í körfu þaðan svo brúðhjón fái 15% andvirði þess sem keypt er. Ef verslað er af gjafalista í verslun þarf að biðja starfsmann um að merkja við í viðkomandi gjafalista.

Eftir brúðkaupið fái brúðhjón 15% af andvirði þess sem keypt er af listanum hjá Húsgagnahöllinni í formi gjafabréfs.

…það er sem er hvað algengast er að velja sér fallegt stell, og það er svo mikið úrval af þeim að allir ættu að finna það eina rétta. Bitz-stellin eru búin að vera ótrúlega vinsæl undanfarið og þið getið skoðað þau hér – smella!

…það er líka til svo ótrúlega margt skemmtilegt með, skálar með lokum, alls konar diskar til að bera fram matinn og vasar….

…svo er líka mikið til af fallegum stellum frá danska merkinu Broste, sem ég er reyndar alltaf mjög veik fyrir – brúðarstellið okkar var einmitt Hessian stellið frá Broste – og þið getið smellt hérna til að skoða Broste-stellin sem eru til í dag!

…en nýjasta stellið er einmitt Nordic Vanilla og það er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana, svo stílhreint og fallegt – smella hér til að skoða!

…þið getið smellt hérna til þess að sjá póst sem ég gerði með dásamlegum myndum af Broste-stellum!

…alls konar skemmtilegt í blaðinu með…

…geggjaðar vörur frá Stuff-merkinu, líka í uppáhaldi hjá mér. Smella hér til að skoða

…svo á Iittala auðvitað heima í Höllinni og er auðvitað algjör klassík til gjafa – smella hér til að skoða!

“Glös eru einnig vinsæl og nytsamleg vara á brúðargjafalista. Það er nefnilega alltaf hægt að bæta við sig glösum. Við í Höllinni erum með mikið úrval af allskyns glösum frá frábærum framleiðendum. Iittala Essence línan er alltaf vinsæl og glösin frá þeim eru einstaklega falleg og tímalaus í hönnun. Ultima Thule línan frá Iittala er líka æðisleg og þar er hægt að fá skálar og allskyns stærðir og gerðir af glösum.”

Hulda – Húsgagnahöllin

…svo er líka mikið til af svona óvanalegum og skemmtilegum skrautmunum, eitthvað svona öðruvísi til þess að gefa brúðhjónunum…

…og svo er vert að benda sérstaklega á eldhúsdeildina, en þar er alltaf ótrúlega mikið úrval af virkilega fallegum nytjahlutum, sem eru alveg ekta til þess að skreyta með líka…

…og ég verð líka að minna á dásamlegu Holger-bakkana, en þeir eru einmitt á útsölu og eru algjörlega fullkomin gjöf, þið getið skoðað póst um þá hér!

…svo fann ég líka skemmtilegt blogg hjá Höllinni, þar sem hún Hulda týnir saman alls konar fallegt – skoða hér!

Það er alltaf sniðugt að óska eftir gjafakorti. Þá geta brúðhjónin valið sér nákvæmlega það sem þau vilja og einnig nýtt þau í stærri hluti því Höllin býður upp á endalausa möguleika af fallegum og vönduðum vörum fyrir heimilið og oftar en ekki vantar fólk stærri hluti eins og sófa, stóla og borð en það getur verið erfiðara fyrir gesti að framkvæma þau kaup (nema þá að margir slá saman í gjöf). Þarna geta gjafakort verið frábær hugmynd!

Njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *