Broste matarstellin…

…hafa verið í uppáhaldi hjá mér alveg síðan ca 2002. Ég vann meira segja hjá heildversluninni Bergís, hérna í denn, sem flutti þá inn stellin og ég stillti þeim upp í Blómaval m.a. auk þess að stilla upp í heildversluninni. Þegar við hjónakornin létum pússa okkur saman 2005 þá völdum við einmitt Broste-stell í brúðargjöf.

26-Skreytumhus.is 28.05.2015-016

Þannig þegar ég sá svo fallegar myndir af stellunum þeirra þá fannst mér bara kjörið að deila þeim með ykkur…

…hér er t.d. Hessian-línan, en það er einmitt brúðarstellið okkar…

…elska þennan bláa tón…

…væri svo til í að eiga eitthvað í þessari línu líka…

…í hverju stelli fyrir sig er að finna ýmsar stærðir diska, bolla, skála auk fjölda aukahluta – svo er ferlega flott að blanda bara saman…

…Broste Hessian…

…Broste Esrum er fallegt í svörtu og hvítu…

…svo er Broste Esrum night-línan…

…ferlega flott stell sem fást m.a í Húsgagnahöllinni, getið smellt HÉR til þess að skoða nánar!

Myndir fegnar af heimasíðu Húsgagnahallarninnar!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *