Kolaportið…

…var sótt heim í gær, og vá, hvað það er nú langt síðan ég hef tekið hring þarna. Við vorum reyndar alveg um lokun og margir básar sem voru búnir að loka en engu síður sá ég eitt og annað fallegt/skemmtilegt/skrítið og ákvað að mynda og deila með ykkur…

…þetta var svona það fyrsta sem ég stoppaði við, svo fallegt…

…og alls konar gamlar myndir eru alltaf svoldið heillandi…

…ég hrífst alltaf mikið af trúarmyndum og táknum, það er eitthvað við það sem veitir mér frið og ró…

…litla myndin í gyllta rammanum þótti mér sérlega falleg…

…fallegir og skrautlegir krossar…

…og sömuleiðis þessir hérna – held jafnvel að það væri fallegt að safna nokkrum svona og mála í sama lit og veggurinn og hafa þá svoldið “ósýnilega” á veggnum…

…og það er gaman að skoða svona íslenskan markað, því þá rekst maður á séríslenska muni – eins og burstabæinn…

…og sjálfa Hallgrímskirkju…

…og svo eru náttúrulega fallegir munir hvaðanæva af…

…þessar væru töff í glerkassa eða í flottri hillu…

…ég var nú að spá hvort að þetta væri Fálkaorða þarna um hálsinn á gínunni, svona í tilefni helgarinnar…

…og alltaf á svona mörkuðum, þá skiptir máli að horfa ekki bara yfir heildina – því þá sér maður stundum ekkert fyrir öllu dótinu – heldur að rýna í einstaka muni…

…svo fallegar glerkúlurnar – setja t.d. ljós innan í…

…meiri geggjaðar myndir, húsanúmer og falleg vegghilla…

…þessir tvö voru ansi ólík en búa í sátt og samlyndi…

…sem og þessi hérna…

…þarna úir og grúir af alls konar…

…og ef þið eruð að sakna skífusímanna, þá er hægt að redda því hér…

…mér fannst þessi hérna alveg ótrúlega falleg…

…og hér eru sennilega allir lyklarnir, bara allir 🙂

…alls konar veggdiskar og dót…

…falleg útskorin dýr – geggjuð í barnaherbergin t.d…

…og hugsanlega eru þetta sömu stuttermabolirnir og voru þarna fyrir 20 árum 🙂

…og auðvitað eru enn lopapeysur og nammi…

…og allar Disney prinsessurnar…

…svoldið skemmtilegt að sjá þetta svona…

…mér fannst þetta í það minnsta skemmtilegt, og vona að þið hafið líka haft gaman að!  ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *