Blómaspjall…

…um daginn tók ég létt blómaspjall inni á Instagram, fór svona nett yfir hitt og þetta sem tengist afskornum blómum og almennt um meðhöndlun á blómum og vöndum. Ég ákvað að það væri sniðugt að setja þetta bara líka í póst hérna inni, svona svo hægt sé að skoða þetta alls staðar. Öll blómin eru fengin frá heildversluninni Samasem, sem er á Grensásvegi 22 – en það er öllum frjálst að versla þar…

Blómin eru fengin að gjöf frá heildversluninni Samasem #samstarf.

…svo er ekki annað hægt en að hlægja þegar maður fattar að inspó-ið fyrir blómainnkaupin var klárlega kjóllinn sem ég var í….

…en ég var einmitt að ræða hversu gaman það er að kaupa þessi blóm sem eru árstíðabundin – eins og bóndarósirnar, túlípanarnar, og svo núna eru t.d. sólblómin…

…sjálf hef ég líka mikið dálæti á þessum hérna, en þau standa alltaf vel og eru bara eitthvað svo töff í vasa. Svona eins og þistlar…

..ég bætti líka við nokkrum greinum af ruscus, en þær eru alltaf svo fallegar og standa alveg endalaust…

…safaribúntin eru líka einstaklega falleg, og þurrkast yfirleitt vel ef þið leitist eftir því. Hér eru tvö búnt saman í einni könnu…

…bætti síðan með nokkrum afklippum af brúðarslöri…

…langt síðan að ég hef verið með sólblóm í vasa…

…en það er fátt sem gleður mig meira svona í hversdagsleikanum en falleg afskorin blóm í vasa…

…og jú, þessi birta er að gleðja mig mikið líka…

Reglur fyrir afskorin blóm:

  • Hreinn vasi er mikilvægur
  • Bæta á vatnið reglulega eða skipta því út
  • Gæta þess að hreinsa stilkana þannig að það séu engin lauf eða slíkt sem fer ofan í vatnið
  • Skáskera mjúka stilka með hníf, þannig opnar þú almennilega fyrir allar æðar í stilkunum
  • Skáskera trénaða stilka með því að klippa á ská í þvá með blómaklippum
  • Með því að hringvefja vöndinn færðu hann til þess að standa fallegar í vasanum
  • Horfa á vasann og vöndinn sem eina heild. Passa upp á hlutföllin, 1/1 helmingur og helmingur – vasi og blóm, vasi er 1/3 en vöndur er 2/3, vöndur er 1/3 en vasinn 2/3.

…svo er líka ágætt að benda á, að þegar vöndurinn var búin að standa í tvær vikur – og blöðin farin að detta af, þá bara tók ég þau öll í burtu (hrundu nánast af þegar þau voru snert) og fékk alveg nýjan vönd úr því…

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥
Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *