Helgarblómin…

…það sem gerir alla daga betri í mínum huga eru afskorin blóm í fallegum vasa inni á heimilinu, engin spurning. Svo skein sólin svo fallega sem gerði þetta enn betra þannig að ég tók bara fullt af myndum til þess að deila með ykkur, en það verður víst að vera í nokkrum póstum. En fyrst nokkrar myndir sem ég tók Heildversluninni Samasem þegar ég fór í blómaleiðangur fyrir helgi…

…núna er svo mikið til af safaribúntunum, sem eru alltaf hreint dásamlega falleg. Prótea heitir bleika blómið og er ættað frá suður Afríku, svo ótrúlega fallegt…

…og það sem að fylgir alltaf hausinu í mínum huga – berin. Hér eru snjóber og hybericum-ber…

…talandi um haustið, dásamlegu eikarlaufin eru á þessum árstíma: í naturlitum, svo eru brún og rauð og þessu hvítu sem minna á veturinn. Fleiri safaribúnt…

Heildverslunin Samasem er Grensásvegi, en þið finnið blóm frá þeim í helstu blómaverslunum landsins, auk þess sem andyrin á Hagkaup eru oftast full af fallegum blómum þaðan!

…þrátt fyrir að Samasem sé heildverslun, þá mega allir koma og versla þar útiblómin eins og t.d. Erikurnar og allt þetta fallega haustlyng – og það er búið að lækka verðið síðan ég tók þessar myndir

…ég held samt stundum að þetta sé uppáhaldið mitt, að koma heim með blómin – þrífa vasana við vaskinn og raða saman vöndum. Sennilega er það blómaskreytirinn í mér sem elskar að fá þessa útrás…

Blómin voru fengin að gjöf frá heildversluninni Samasem en allur texti og myndir eru frá mér.

…sjáið samt hvað þetta er nú fallegt, nellikur og nellikugreinar með…

…og ein af mínum uppáhaldsblómum – hortensían…

…hér er eitt safaribúnt, en ég fékk mér líka auka próteur með, þannig að þær eru fjórar í þessum vasa…

…með einfaldari fyrir og eftir 🙂

…einfalt en dásamlega fallegt…

…og út fóru dásamlegar erikur…

… í þessari skál er einn pottur með svona samplöntun..

…stundum þarf ekki meir, og sumarblómin eru þarna ofvaxin enn í potti síðan í sumar…

…ég verð að viðurkenna mér finnst haustlyngið alltaf jafn fallegt…

…og litlir pottar fóru með thujunum við útihurðina…

…en eins og áður sagði – annar póstur með fleiri myndum…

…og svo er það kertatíminn sem er kominn á flullt…

…þannig að fersk blóm í vasa og svo kveikja á kerti – það verður ekkert mikið meira huggulegt en það ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

3 comments for “Helgarblómin…

  1. Erla
    26.09.2021 at 11:07

    Sammála þér með haustlyngið. Alltaf svo notalegt að setja það niður 💛

  2. Sigurlaug Kristjánsdóttir
    27.09.2021 at 18:33

    Elska elska elska að vera með svona falleg blóm í vasa! Varstu að vinna við blómaskreytingar?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.09.2021 at 02:29

      Já ég er blómaskreytir frá Garðyrkjuskóla Íslands, útskrifuð 2002 og vann við það í nokkur ár 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *