Skipulag…

…ef þið eruð Netflix-arar eins og ég, þá hafið þið pottþétt tekið eftir því að ný sería af Home Edit var að koma í loftið. Yaaas, gleðistund fyrir okkur skipulagsperrana sem tökum sérlega skipulögð dansspor og setjumst svo niður að (hám)horfa, og ímynda okkur hvernig við ætlum nú að skipuleggja meira 🙂

# Samstarf

Þegar seinasta sería kom í loftið þá skrifaði ég einmitt þennan póst (smella hér) og ég var svo ótrúlega heppin að fá boð um smá samstarf við dásamlega litla fyrirtækið Pomp og prakt, sem er rekið af yndislegum mæðgum, og hvað haldið þið – þær eru að flytja inn allar þessar snilldar Home Edit skipulagsvörur! Hversu mikil snilld er það! Við þurfum því ekki að eyða dýrmætu töskuplássi í að flytja akrýlkassa heim frá USA, við bara verslum í heimabyggð og fáum það sent!

Það sem meira er að þið fáið afsláttarkóða hjá Pomp og Prakt í lok póstins sem þið getið nýtt ykkur ef þið viljir taka smá svona skipulagsæði!

Pomp og prakt – heimasíða!
Pomp og prakt – Facebook!

Pomp & prakt

…öll þessi box og lausnir sem eru til geta verið svo mikil hjálpartæki fyrir ykkur sem viljið ná að halda ákveðnu skipulagi heima hjá ykkur. Þessar lausnir má nýta í skúffur og skápa, í búrin og geymslurnar, skápana inni á baði, barnaherbergin, og eins og hjá mér – þá er það blessaður ísskápurinn sem er til vandræða.

Þetta snýst alls ekki um að kaupa milljón box og box fyrir allt. Fyrir mér er stóra spurningin: hvað þarftu til þess að þetta virki fyrir þig?

Þegar við skoðum myndir af erlendum síðum þá er þetta auðvitað alltaf frekar ýkt, það er allt svo fínt og fátt eitt sem minnir á “venjulegan” ísskáp t.d. Greinilega enginn sem á bara hálffulla sultukrukku eða svoleiðis leiðindi í útlandinu.

ALLT – Pomp & prakt

Þannig að fyrsta versið, t.d. fyrir ísskáp eins og hjá okkur, er að fara yfir hvað vantar? Við þurftum fyrir eggin, eitthvað fyrir grænmeti og ávexti, ostana og helst áleggið. Svo höfum við verið að kaupa tilbúnar máltíðir sem á eftir að elda, og við vildum vera með kassa fyrir það.

Ísskápurinn!

Hér sést hluti af því sem ég var strax viss um að þurfa. Við erum með frekar mjóan ísskáp – þannig að við gátum ekki nýtt okkur stærri eggjaboxin og ég tók því bara mjótt box. Annað box sem passar beint ofan á fyrir sósur og annað slíkt. Ég klippi bara botninn af eggjaboxinu og set ofan í boxið…

Smella hér fyrir mjótt box með loki!

Box sem eru ætluð fyrir grænmeti og ávexti sem búið er að skola – þau eru í raun svona tvöföldu boxi þannig að það getur verið smá vökvi í botninum…

…þessi box eru svo mikil snilld, þú skolar í þeim og svo bara beint ofan í, og lokið á…

Smella hér fyrir berjabox í tveimur stærðum!

…þessi hérna eru líka snilld til þess að geyma grænmeti og ávexti, og kálið er víst að geyma sérstaklega vel í þessu – en það er pláss fyrir vatn í þessu, því botninn er svona með götum og stendur aðeins ofar…

…ég er líka alveg ferlega hrifin af þessu boxi, en þetta er útdraganleg skúffa sem er með skiptingu í miðjunni…

Smella hér fyrir skúffubox!

…en það er ekki bara nóg að vera með réttu boxin, fyrir mig skiptir það máli að þetta sé fallegt að horfa á líka og núna langaði mig að nota eitthvað annað en litla heimaprentarann minn sem ég hef áður notast við. Ég hafði því samband við Prentsmiður.is – sem er svo mikil snilldarsíða fyrir okkur sem erum að leitast eftir og þrá skipulagið….

Prentsmiður.is – heimasíða!
Prentsmiður.is á Facebook!

No photo description available.

…en ég er einmitt búin að vera með ísskápaseglana frá Prentsmiður.is í ansi langan tíma núna…

…en það sem ég gerði var að velta fyrir mér hvort að svart eða hvítt myndi ganga betur, og valdi að lokum hvítt í ísskápinn, svörtu límmiðarnir fara annað og þið fáið líka að sjá það – auðvitað…

Hér er linkur beint á vöruna: https://prentsmidur.is/products/skipulagslimmidar 6 stk. í pakka á 1.690 kr. Ég er með 1,5 cm. á hæð (1.890 kr. 2,5 cm. á hæð). Það er hægt að fá svart og hvítt, 2 stærðir og 4 tegundir af letri á heimasíðunni, en geta gert alla regnbogans liti, eru með gífurlegt úrval af letri sem hægt er að gera í hvaða stærð sem er….

…maður fjarlægir bara bakhliðina af og stillir af hvar límmiðinn eigi að vera – svo er bara nuddað vel yfir með fingrinum og pappírin tekinn varlega af (sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan)…

…og þið sjáið bara – það er nú að gera ansi mikið fyrir augun að sjá þetta svona fallegt…

…og svo er bara að ákvarða hvaða texti hentar ykkur…

…án þess að laga nokkuð, svona leit blessaður ísskápurinn út – dæmist að vild 🙂

…og eftir tiltekt og straumlínulögun, þá varð þetta svona – og þið sjáið hérna með og án límmiða. Það verður að segjast að þeir gera alveg hreint heilmikið og fallegu boxin njóta sín enn betur…

…ég var svo sem ekkert að reyna að skreyta þetta fyrir ykkur – það er allur maturinn þarna inni og líka afgangarnir við hliðina á rjómanum…

…en sjáið þetta bara – syngur hjartað ykkar ekki dulítið með mér…

…þetta er að gleðja mig alveg hreint endalaust sko…

…hér sjáið þið líka ótrúlega sniðug box sem ég endaði með að nota ekki…

…en morgunkornsboxin er geggjuð fyrir þá sem eru með búrskápa og slíkt, snilld að sjá um leið hvort að birgðarnar séu að tæmast, án þess að þurfa að kíkja ofan í hvern kassa. Snúningsdiskarnir eru líka brillijant, bæði inn í ísskápa þar sem pláss er og svo auðvitað í kryddhillur og slíkt (fást í nokkrum stærðum). Svo er það grunni kassinn með lokinu, hann gæti líka verið sniðugur fyrir álegg og annað slíkt…

Smella fyrir morgunkornsbox!
Smella fyrir snúningsdiska!
Smella fyrir grunnt box með loki!

Draslaraskúffan/svartholið!

….þetta skúffuinnlegg hér er einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Þið sjáið að það er hólfaskipt með sex hólfum…

Skúffuinnleg – smella til að skoða!

…en málið er að það er stækkanlegt, þannig að þið náið að láta það passa í hvaða skúffu upp að stærðinni 43,5cm. Snilld fyrir snyrtivörur, eða í skrifborðið, eða fyrir einhverja smáhluti sem þið þurfið að koma fyrir…

…ég ákvað að tækla þetta skrímsli – hin alræmda draslskúffa í eldhúsinu – þið vitið svartholið sem springur alltaf. Eins og þið sjáið, ekkert snyrt fyrir þessa myndatöku – og í grunninn er ágætisskipulag. En það þarf alltaf að taka svona skrímsli reglulega í gegn…

…hér sjáið þið skúffuna opna og skúffuinnleggið á borðinu fyrir ofan…

…og þegar það er dregið út og stækkað…

…þá smellur það svona líka fínt ofan í! Hér sjáið hvað þetta verður nú sérdeilis fagurt. Hér eru ýmsar nauðsynjar á þessu heimili – eflaust ekki allir með blómaband, blómaklippur og blómahnífa sem helstu nauðsynjar – en ég er að nota þetta mjög mikið…

…og þegar ég var búin að flokka alla hrúguna, þá lookar þetta svona…

…vildi setja svona raunsanna mynd með – af því að maður er nú alltaf með alls konar sem “þarf” að geyma…

Snyrtidótið!

…að lokum, þá langaði mig að sýna ykkur hvað þessir kassar eru líka mikil snilld fyrir alls konar snyrtidót. Endalaust hægt að bæta við og laga eftir þörfum. Snilld t.d. inn í skápana á baðinu, því að þetta eru skúffur sem eru dregnar út!

Smella hér til þess að skoða skúffubox!

…og þarna notaði ég aftur snilldarlímmiðana frá Prentsmiður.is

…er alveg ferlega ánægð með þetta líka…

…ég veit ekki með ykkur en fyrir mig fylgir því alveg sérleg sæla að ná að skipuleggja mig og vita til þess að hver hlutur á sinn stað – það auðveldar líka svo allan frágang til muna!

Þrátt fyrir allt sem ég er búin að týna ykkur, þá er ég bara rétt að búin að sýna ykkur toppinn á ísjakanum. Það eru líka viðarvörur og box, og bara alls konar endalausar lausnir sem hægt er að nýta sér. Þið verðið bara að demba ykkur inn á síðuna og skoða!

Pomp og prakt – heimasíða!
Pomp og prakt – Facebook!

Athugið að vörurnar fást líka í verslunum Hagkaupa!

Svo er geggjað að geta boðið ykkur upp á afsláttarkóða, en með því að setja inn: skreytumhus þá fáið þið 15% afslátt af pöntuninni ykkar hjá Pomp og prakt ♥ Kóði útrunninn!

Prentsmiður.is var líka svo dásamleg að gera afsláttarkóða fyrir ykkur sem gefur 15% afslátt af öllum vörum, en gildir ekki með öðrum tilboðum. Sami kóðinn: skreytumhús! Kóði útrunninn!

Prentsmiður.is

Jæja þá er maður búin að opna ísskápinn, draslaraskúffuna – það er bara nánast allt óhreina tauið komið upp á borð! Sjálf er ég búin að hámhorfa á nýju seríuna af Home Edit (á meðan ég skrifaði þennan maraþonpóst) og hafði gaman að. Það þarf bara svoldið að tóna þetta niður í hausnum á sér, því að ég held að við séum fæst að fara að hafa svona Kardashian-búr eða búr sem lýtur út eins og verslun, öll uppröðuð í regnbogans litum 🙂 Það skiptir bara máli að finna lausnirnar sem hentar þér og þínum og hjálpa þér að ná skipulaginu sem þér líður vel með!

Vona að þetta verði ykkur hvatning og segi bara njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Skipulag…

  1. Anonymous
    02.04.2022 at 10:43

    Skemmtileg box þarna, ég er að reyna finna réttu stærðina fyrir tréliti, þarf að skipuleggja smá í herberginu mínu og finnst ekki gaman að kasta aurunum í eitthvað sem passar svo ekki vel hjá mér 😀 en er mjöööög spennt fyrir þessi skúffubox en er svo léleg í að sjá út hvort tússlitir og trélitir passi í þessi box 😀 En þar sem málin eru gefin upp á heimasíðunni hjá mæðginum þá ætla ég að leggjast yfir þessar tölur.
    Takk fyrir að sýna okkur hvernig þetta kemur út hjá þér.

    kv AS

    • Heða
      03.04.2022 at 21:56

      Hæ AS
      Snúningsdiskarnir með háum brúnum eru líka snilld fyrir liti ef þú vilt tékka á þeirrii leið. Annars passa stærri skúffuboxin, bæði grunn og djúp, fyrir liti.
      kv. Pomp og prakt

      • Anonymous
        27.06.2022 at 09:53

        Takk fyrir 😄 var að sjá þetta núna 😁😁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *