Virum skápur – DIY…

…mig langar til þess að gera smá röð af póstum þar sem ég fer sérstaklega yfir DIY-verkefnin sem voru gerð í þáttunum mínum. Hér kemur eitt slíkt úr annari þáttaröðinni, þáttur 5 – sýningarskápurinn hennar Helgu sem átti svo frábært safn af alls konar skemmtilegu…

…en þetta er Virum glerskápur úr Rúmfó, síðan tók ég þrjár bambus baðmottur og fékk minn geggjaða hjálparkokk til þess að saga þær niður, svo voru þær bæsaðar með Viðarbæsinu í antíkeik og festar með nanoteipi frá Byko

Glerskápur – Rúmfatalagerinn
Baðmottur – Rúmfatalagerinn

Viðarbæs – Slippfélagið
Nanoteip – Byko

…ég veit ekki með ykkur, en ég er alveg svakalega ánægð með þetta  Ótrúlega einföld leið til þess poppa upp annars fallega mublu, og gera hann svona meira djúsí…

…svo er bara að leyfa öllu þessu fallega skrauti sem hún Helga á að njóta sín til fullnustu….

…ofan á skápnum eru síðan þessir dásamlegu vasar frá Dorma, blómin eru líka þaðan. Mér fannst þessi bleiki litur á minni stjakanum tóna fullkomalega við hina bleiki hlutina…

Smella hér til þess að skoða hvaðan hlutirnir eru!

Smella hér til þess að horfa á þáttinn!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *