Elska svona vintage…

…þetta er allt á réttri leið – er það ekki? Vorið er bara handan við hornið, í það minnsta skv muscari laukunum mínum sem eru í fullum blóma og svona líka fallegir (smella hér til að lesa um þá)…

…og kvöldsólin, hún er að skína hingað inn og gleður mig svo endalaust mikið…

…fæ alltaf svo mikið af spurningum um þessa hillu í stofunni, en þetta er Vittsjö frá Ikea sem að við breyttum fyrir nokkrum árum – getið lesið allt um ferlið hérna (smella)

…og ég var einmitt að horfa á hana í sólinni, og sá allt í einu að megnið af því sem er í henni eru svona vintage hlutir. Myndavélarnar, ísbirnirnir og tréfóturinn…

…fallegu thulestjakarnir eru alltaf í uppáhaldi, fæst ekki lengur þessi týpa þannig að þetta er nokkurs konar vintage líka…

…gamlar bækur, handmálaður vasi og ritvélin mín fallega…

…það sem er reyndar nýlegt er dásamlega fallegi vasinn og stjakarnir frá Daynew ( smella hér )

…og talandi um meira gamalt…

…þá er ég nánast alltaf með einhverja gamla muni í glerboxinu mínu…

…en það er í miklu uppáhaldi hjá mér…

…gamlar bækur og ljóð frá afa, ljósmyndir og gömul lóð af vigtinni hjá hinum afanum í bakaríinu…

…síðan ætlaði ég að sýna ykkur í eldhúsinu, en þar er nú minna af vintage, þannig að við skoðum það bara síðar. Langar ykkur að sjá meira af svona gömlu? ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *