Litlar vorskreytingar…

…páskaskreytingar gætu í raun bara heitað vorskreytingar. Þetta eru laukblóm, greinar, mosi og lítil hreiður – allt eitthvað sem minnir okkur á þessa dásemdadaga sem framundan eru þegar að loks leysir snjó og við fáum grænan gróður og gras, ég bara get ekki beðið!

Ég er enn með afsláttarkóða í samstarfi við Myrkstore sem gefur ykkur 15% afslátt og fannst því alveg upplagt að týna saman þær skálar sem ég á hérna heima og hef verið með jólaskreytingarnar í, og hreinlega sýna ykkur hvað það er einfalt að setja eitthvað vorlegt og fallegt í skálarnar. Við megum ekki gleyma því að nota þetta allt árið um kring.

Fyrst er það dásamlega Nabbo-skálin – smella hér!

…og þið sjáið bara hvað þetta verður nú vorlegt og fallegt með muscarilaukum í – en öll blómin og mosinn sem ég er með eru frá Samasem á Grensásveginum…

…þannig að það sem ég er að nota er þessi dásamlega skál frá Myrkstore.is og svo stór pottur af Muscari-laukum frá Samasem…

…þegar maður vill ná upp úr svona pottum er best að kreista þá að á allar hliðar og þá losnar moldin oftast nær frá hliðunum og auðvelt er að ná þessu upp úr. Síðan skar ég bara aðeins neðan á þannig að þetta væri ekki alveg eins djúpt og skellti bara beint ofan í skálina. Skálin sjálf er aðeins rýmri en umfangið á laukunum þannig að ég notaði bara þurran mosa með hliðunum, og það gerir þetta líka mikið fallegra…

…svo dásamlega fallegur blái liturinn…

…þetta sómar sér nú pottþétt vel á hvaða borði sem er! ♥

…næstur er það Bolmen-bakkinn (smella hér), sem kemur í þremur litum: gráu, svörtu og hvítu…

…fyrst til gamans, hér er bakkinn um jólin:

…ég er ótrúlega hrifin af svona natur-fíling með, og þessi svona brún/hörlituðu kerti frá Broste-merkinu í Húsgagnahöllinni finnst mér alveg pörfekt fyrir vorið, dúkurinn er síðan frá Rúmfó…

…svo gæti þetta ekki verið einfaldara:
smá hreindýramosi (frá Samasem), afklippa af grein, lítið hreiður (frá Purkhús) og kanína (frá Húsgagnahöllinni)

…það þarf ekki mikið meira, en líka auðvelt að bæta við smá laukblómum, litlum tete-um (mini páskaliljur) og skella með rétt fyrir páskana…

…svo er það Lidatorp-skálin (smella hér), bara fyrir eitt kerti, einföld og falleg…

…hér eru tvær svona ólíka útgáfur: annars vegar með hreiðri, sem er frá Litlu Garðbúðinni síðan fyrir mörgum árum og bara einum litlum lau – og hins vegar með mosa, laukum og litlum eggjum. Bæði mjög einfalt en fallegt inn í vorið…

….útgáfan með hreiðrinu er samt í uppáhaldi hjá mér! Löberinn dásamlegi er frá Jónsdóttir & co, þið getið pantað hann í gegnum Facebook-síðuna hennar eða bara á Instagram…

Jónsdóttir & co – Facebook
Jónsdóttir & co – Instagram

…þegar ég fékk mér minn löber, sem er orðið fyrir ansi mörgum árum, þá var líka hægt að fá munnþurrkur sem eru sérlega fallegar líka…

…næstur er svo Kvistbro-kertastjakinn (smella hér)

…aftur er það einfaldleikinn, bara fjórir túlípanalaukar sem voru saman í potti teknir upp úr, og skorið aðeins neðan af rótunum. Sett svo beint ofan í skál og mosi í kringum, lítil kanína fullkomnar svo verkið…

…nú bíð ég bara eftir að laukarnir fari að blómstra…

Ég er með afsláttarkóða fyrir ykkur í samstarfi við Myrkstore sem gildir fyrir allar vörurnar og gefur 15% afslátt. Setjið kóðann: “Skreytum” inn þegar vörurnar hafa verið valdar og þá kemur afslátturinn inn.

Smella hér fyrir Myrkstore.is

…veggvasarnir fallegu er líka með afslætti og ég er alltaf jafn dásamlega hrifin af þessum. Spurning um að setja mosa í botninn og lauka ofan í – smella fyrir veggvasa

…vona að þið hafið haft gaman að – knús í daginn ykkar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. 

2 comments for “Litlar vorskreytingar…

  1. Anonymous
    17.03.2022 at 14:53

    Þetta er rosalega fallegt 😍 langar svo mikiđ ađ gera mér svona núna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *