Bjartari dagar…

…það sem mér finnst þessi janúar nú vera eitthvað langur – en loksins, núna loksins, finnst mér ég farin að merkja smá mun á birtunni og það koma dagar – eins og þessi í seinustu viku – þar sem ég tók nokkrar myndir hérna heima.

En ég er í alveg svakalega miklum pælingum fyrir stofuna okkar, en það er komin í mig óróleiki og mig langar orðið að skipta út sófasettinu og ýmsar aðrar pælingar. En allt tekur sinn tíma og snýst um að finna það sem heillar…

…Molinn er reyndar alveg sáttur og myndi eflaust verða frekar súr ef ég tæki burtu legubekkinn “hans”…

…enda er það augljóst hver er húsbóndinn ekki satt? 🙂

…en dásemdin að fá smá sólarljós og birtu á nýjan leik inn í húsið…

…birtan var líka að hvetja mig til dáða og til þess að skipta úr skrautinu úr veggvösunum mínum, þessum sem ég fékk í Myrkstore í desember (sjá hér). En eins og sést þá var eucalyptusinn orðinn ansi uppþornaður og þreyttur…

…þannig að ég ákvað að nota bara gervi eucalyptusgreinar sem ég klippti niður, auk þess sem ég fékk mér hvít strá í Myrkstore til þess að setja í vasana…

…ég verð að segja að ég er mjög ánægð með þetta svona:

…það reyndist mér best að binda stráin í lítil knippi og klippa þau svo í rétta lengd…

Vörurnar frá Myrkstore voru fegnar að gjöf óháð umfjöllun!

…svo er bara gaman að leika sér með útlit þeirra! Lifandi blóm, afleggjarar af pottaplöntum, ledkerti – hvað langar þig helst að nota? 

…er alveg einstaklega skotin í þessum fallegu vösum…

…á meðan á þessu stendur þá situr litli “kisinn” okkar á stólbakinu eins og ekkert sé eðlilegra…

…en talandi um Myrkstore, þá langaði mig líka að sýna ykkur púðann sem ég fékk á ganginn. Ég hef nú sagt ýmislegt um púðablætið mitt, en þessi hérna – úfff hvað mér finnst hann fallegur…

…hann er eins og samansettur af dúskum – eða fullt af snjóboltum. Alveg hreint trylltur og ég held líka að hann verði geggjaður í stofunni, eða á pallinum eða bara….

…þið getið smellt hérna til þess að skoða púðann, en hann er einmitt á útsölunni hjá Myrkstore núna:

PomPom púði – smella hér!

…en þetta er nú aldeilis ágætt, byrja á að leika sér með minni hlutina á meðan maður lætur sig dreyma um þá stóru. Þetta tekur allt sinn tíma…

…og þangað til – þá er bara vera og njóta ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Bjartari dagar…

  1. Anonymous
    23.01.2022 at 10:15

    Meiriháttar flottar vörur og góðar hugmyndir 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *