Jólaborð…

…ég verð að segja að ég er óvenju snemma í því í ár! Í hverju spyrjið þið?
Jólastuðinu og almennnri uppsetningu jóla.  Að vísu er það vegna þess að það var verið að mynda hérna heima, en engu síður er útkoman sú að 20.nóvember stendur hér fullskreytt tré og nánast allt reddí.  Vantar bara pakkana og kannski að kaupa í matinn.

En þar sem ég þurfti að gera allt tilbúið, þá setti ég líka upp smávegis jólaborð og ákvað að mynda það og deila með ykkur nokkrum hugmyndum og hugdettum.  Við erum líka alveg að detta í aðventuna, og því er ekki úr vegi að fara að skoða jólakertin og servétturnar.
Þá tók ég því fagnandi að fá aftur tækifæri til þess að sýna ykkur fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsay sem að fást í Krónunni, og reyndar víðar.  Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.

…ég er alveg ótrúlega hrifin af hvítu jólatrékertunum, svo mikið að ég tími varla að kveikja á þeim.  En mér finnst þau líka mjög falleg sem skraut á diskana, og jafnvel sem lítil gjöf handa þeim sem koma í matarboðið…
…og á móti þeim var ég svo bara með stóra köngla…
…áður en ég sýni ykkur servétturnar sem heilluðu mest – þá ætla ég að sýna ykkur nokkrar mismunandi týpur…

…þar sem ég er búin að vera ótrúlega skotin í bílunum með trénu á toppinum, þá fannst mér þessar ansi skemmtilegar – og enn meira þegar maður stillir þeim upp með skrauti í stíl…
…eins fyrir konu með húsablæti, þá eru þessar hérna svo fallegar og tímalausar…
…smá hvítt, smá gull og smá silfur. Eitthvað fyrir alla…
…svo er líka fallegt að vera með stílhreinar og einfaldari týpur…
…eins og þessar sem mér finnst dásemd – æðislegar upphleyptu myndirnar til hliðar við stjörnuna sjálfa…
…og það fást líka jólatré sem eru eins…
…og líka upphleypt mynstur á þeim…
…og fyrir ykkur gylltu skvízurnar, þá er til eins í gulli…
…sem kemur virkilega fallega út líka…
…stjörnuþema í gangi – servéttu og kertastjaka…
…svo finnst mér þessar hérna gasalega krúttaðar…
…gaman að vera stundum með sér servéttur fyrir krakkana…
…þá koma þessar hérna líka sterkar inn, svo mikið dúlló…
…elska þennan bakgrunn, svona veðrað viðarlook með fínlegu mynstri…
…og svo bara einfalt jólatré með stjörnum og öllum dýrunum í skóginum…
…hversu sætt er þetta?
…og það er auðvitað rautt líka, og þessar eru sérlega sykursætar og jóló…
…ég færi samt frekar þá í svona…
…hvítar með smá silfurtexta og rauðri slaufu og stjörnum…
…stílhreinar og fallegar…
…er líka alltaf hrifin af setja eitthvað lítið skraut á diskana með – eins hérna bara ogguponsu sveppur til að hengja á tréð…
…þessar fannst mér líka ótrúlega fallegar.  Yrðu örugglega geggjaðar á svörtum diskum…
…aftur svo fallega upphleypt mynstur á bakgrunninum…
…smá dass af rauðu…
…líka fallegt að skella stjörnu ofan á, svona til þess að leika sér með þetta…
…en eins og ég sagði ykkur þá var þetta dagatalakertið sem heilllaði mig mest…
…siflurgrátt og stjörnur…
…og ég skellti því á borðið, ofan á stjörnubakka og notaði það svolítið sem innblástur…
…gráir diskar undir og svo þessar hérna dásemdar sérvéttur…
…mér fannst líka ótrúlega fallegt að blanda þessum með…

…tala ekki um að blanda könglum með í uppstillinguna…

…mér finnst þær líka sérlega fallegar saman…

…stjörnuskálar ofan á…
…stjörnustjakar á borði…
…og svo litlu smáatriðin sem gera svo mikið…
…sumstaðar könglar, annars staðar trékertin…
…hvað er annars þitt uppáhalds?

Annars segi ég bara eigið yndislega helgi, svona þar til ég heyri í ykkur næst ♥


P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

8 comments for “Jólaborð…

  1. Anonymous
    24.11.2018 at 10:45

    Svo fallegt🎅einsog allt sem þú gerir Soffía💖

  2. Ásta María
    24.11.2018 at 11:44

    Ó jeminn… Þessar hreindýraservíettur… Must have..!! Þetta er yndislega fallegt hjá þér Soffía 😍

  3. Inga-Lill Gunnarsson
    24.11.2018 at 13:30

    Fallegt og servetturnar eru æði 😊

  4. Birgitta Guðjóns
    24.11.2018 at 20:00

    Jólaborðið eins og í ævintyrunum, dásamlega nostursamlegt og fallegt, takk fyrir að sýna mér og öllum hinum….Jólin koma brátt….njóttu kvöldsins…

  5. Elva Björk
    25.11.2018 at 04:18

    Ó helgu jól😍 núna startaðir þú jólafílingnum, takk takk❤

  6. Guðrún
    26.11.2018 at 14:30

    Fallegt hjá þér:) Hvar fær maður fallegt gervijólatrè?

  7. Anonymous
    01.12.2018 at 16:35

    Þetta er allt svo fallegt ,,, en ekki mikið pláss fyrir matinn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.12.2018 at 21:08

      Enda var ég að stilla upp á jólaborð fyrir myndatöku og engann mat að finna 🙂

      Annars er borðið okkar risastórt, 2,20×1,20 og því nægt pláss til hliðanna, auk þess sem eyjan getur geymt stór föt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *