Innlit í Byko Breiddinni…

…en ég kom við til þess að versla bóndadagsgjöf fyrir eiginmanninn, og ákvað í leiðinni að taka nokkrar myndir og deila með ykkur. En það er útsala í gangi, og hægt að gera snilldarkaup – en svo eru greinilega miklar og spennandi breytingar í gangi, og heilmikil tilfærsla sem að verða inni í búðinni. En byrjum á svona útsölu/smávöru.

Ég er með ákveðna kenningu í gangi um að geta ekki átt nóg af basti, luktum og körfum, og öðru slíku, spurning um að láta reyna á það 🙂

…þessar mynstruðu fannst mér einstaklega flottar, ekki sammála?

…svo fallegir bekkir – velúr og mjúkir – og í fallegu litum. Þessir gætu verið flottir í svefnherbergið eða forstofuna, eða bara hvar sem er…

…það eru líka vörur í barnaherbergið sem mér fannst alveg æðisleg – svo sætar litlar körfur/borð og með fallegum myndum á…

…og svo eru speglar og töskur í stíl…

…ótrúlega falleg veggljós, eins og litlar blöðrur til þess að festa á vegg…

…það er eitthvað til af alls konar hnífapörum, en eins og alltaf þá var gullið að heilla mig. Fannst sérlega spennandi litlur kökugaflar sem eru saman í pakka, en ég keypti t.d. kökugafla fyrir skírnina hjá dóttur okkar, og þetta er eitthvað sem ég hef notað í ótal veislum síðan – mæli með svoleiðis innkaupum…

…ljómandi fallegar karöflur…

…og heill hellingur af bollum, skálum, eldföstum mótum og bara alls konar leitaui sem er fallegt og nytsamlegt…

…þrjár geymslukrukkur, virkilega stílhreinar og flottar…

…þetta er svo mikil snilld, en þetta eru kveikjarar sem maður hleður bara með USB-tengi. Er sjálf með svona svipaðann sem við notum mikið…

…færum okkur síðan aðeins innan í búðinni – og sjáið bara þessa fegurð, hvað ætli maður geti verið með marga krana í eldhúsinu áður en fólk fer að gera grín að manni 😉

…það er náttúrulega þvílíka snilldin þetta mikla úrval sem er komið í litum og stílum, það eiga allir að finna sitt…

…sjá hvað þeir eru nú flottir…

…glansandi “subway-flísar” eru alltaf fallegar og sérstaklega paraðar við svona geggjaða innréttingu…

…svo er bara velja og benda á þann sem að þér þykir bestur…

…sjálf verð ég að viðurkenna að speglar með ljósi eru mikið að heilla mig núna….

…hvort sem ljósið er á bakið spegilinn eða byggt inn í hann eins og hér – svo er hér önnur falleg innrétting…

…þessi hringspegill myndi reyndar sóma sér vel hvar sem er, í stofunni eða forstofunni, eða bara inni í svefnherbergi…

… þetta hérna eru alveg uppáhalds handklæðaofnanir mínir, bara með einföldum snaga á til þess að hengja upp á, og svo stílhreinir og flottir. Dreymir um svona svartan ofn…

…ef þið eruð að velja um litina, þá gildir það auðvitað alla leið inn í sturtuna…

…endalaust úrval af alls konar baðkerum og sturtubotnum…

…en úffff hvað þessi eru falleg…

…þannig að ég mæli mikið með að skoða baðdeildina ef þið eruð í slíkum pælingum…

…”franskt” sturtugler að stoppa mig og heilla…

…næsta stopp er þá eldhúsdeildin…

…en þar er líka mikið af uppsettum innréttingum sem eru virkilega flottar, og svo mikið af sniðugum lausnum…

…eins og þið sjáið í þessum snilldar vinnuskáp – takið eftir að hurðarnar renna alveg inn í innréttinguna og eru þá ekkert fyrir…

…innréttingarnar eru frá merkinu JKE, eins og sést, og það er hægt að sjá fullt af útfærslum af frontum og skipulagi…

…þessi gráa finnst mér æði, og alltaf jafn falleg þessi flísalausn við hillurnar…

…alveg hellings skúffu og skápapláss…

…og hafið þið séins eins sniðuga hornskúffu? Held varla…

…svo eru auðvitað minni uppsetningar og í klassísku hvítu…

…fullt af höldum, í hvaða stíl sem er bara…

…talandi um flísar, þá sést hérna lítið eitt brot…

…og ljósadeildin stendur alltaf fyrir sínu…

…hvort sem þið eruð að leita að loftljósi eða bara náttborðslampa – og svo allt þar á milli…

…ferlega sæt ledljós í barnaherbergin…

…þið getið smellt hér – til þess að skoða heimasíðu Byko!

…svo var að koma alveg ný sending af pottaplöntum og þær eru hver annarri fallegri…

…þetta er svona ekta sjón er sögu ríkari, því að það er mikið úrval…

…og svo það sem gerir pottaplönturnar enn fallegir, en það er flottir blómapottar…

…sjáið bara þessa hérna, og þessi litlu apaskott sem er hægt að kaupa til að hengja á pottana…

Eigið yndislega helgi 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Innlit í Byko Breiddinni…

  1. Ásta María
    22.01.2022 at 11:47

    Þvílík fegurð, vá… eins gott að fara bara ekkert þarna 😉 Mig langar hins vegar að vita meira um þetta baðkar þarna á löppunum, ég finn það ekki á byko síðunni, tókstu nokkuð eftir hvað það kostaði ?

    • Valgerður Kummer
      23.01.2022 at 10:26

      Æðislega flott og góð hugmynd hjà þér að gera þetta svona auðvelt fyrir þá sem eru ekki góðir á símana ég fylgist alltaf með þèr og finnst þú fràbær og èg vissi ekki að Biko væri með svona mikið úrval af allskonar. Takk fyrir mig èg held að èg drífi mig í Biko❤️❤️🤗

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *