Helgarblómin…

…það sem gerir alla daga betri í mínum huga eru afskorin blóm í fallegum vasa inni á heimilinu, engin spurning. En fyrst nokkrar myndir sem ég tók Heildversluninni Samasem þegar ég fór í blómaleiðangur í gær fyrir bóndadaginn í dag…

…eins og alltaf fyrir svona daga, þá er kælirinn alveg smekkfullur af alls konar fegurð…

…hér sést kona í essinu sínu….

…ég fékk með mér blóm heim til þess að raða saman í vasa, svona í “gjöf” fyrir eiginmanninn – þó ég verði fullkomlega að játa að þetta gleður mig tölvuvert meira en hann 🙂

Blómin voru fengin að gjöf frá heildversluninni Samasem en allur texti og myndir eru frá mér.

…blómin sem þið sjáið hérna eru:

  • Ruscus greinar, standa ótrúlega lengi í vasa
  • Eucalyptus með dásamlegum ilm
  • Þistlar
  • Hvítar hybericum berjagreinar (fást í fleiri litum)/Próteur – safariblóm
  • Lysianthus, eða stundum kölluð silkiblóm – eru svona eins og mjög fínlegar rósir að sjá

…svo er bara að njóta þess að skella þessu í vasa og kveikja á kertum…

…ég setti líka í fleiri vasa, eins og þennan fallega frá Rúmfó…

…en stærðin á þessum vasa er alveg fullkomin svona fyrir búðarósabúntinn og blóm í þeirri stærð…

  • Vasi frá Rúmfatalagerinn
  • Dásamlegu kertastjakarnir eru síðan frá Myrkstore.is – og eru búnir að vera í uppáhaldi lengi.
  • Bakkinn á fæti er frá Fakó, og fæst líka í Salt og í Myrkstore.is
  • Salt-skálin er frá Target í USA
  • Þetta geggjaða trébretti er frá honum Sigga, sem var með mér í þáttunum, og hann smíðar þessa fegurð (verður myndað betur í birtu síðar).

…eins og alltaf fersk blóm í vasa og svo kveikja á kerti – það verður ekkert mikið meira huggulegt en það ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Helgarblómin…

  1. Þorbjörg Guðrún Jónsd.
    22.01.2022 at 12:38

    Góðan dag 😊 mig langar svo að forvitnast með þessa heildverslun má koma af götunni og versla? (Blóm)
    Bestu kveðjur og takk fyrir pistlana þína.😊👏👏

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *