Jólagjafahugmyndir…

…ég vildi týna til nokkrar vörur og gera svona jólagjafahugmyndapóst (vá það er langt orð). Þetta eru vörur sem ég hef mikið verið að nota á árinu sem er að líða og svo bara þær sem mér finnst alveg kjörnar til gjafa. Ég ætla að gera nokkra svona pósta, og þessi er sá fyrst: Rúmfó – þannig að allar vörurnar sem þið sjáið hérna fást í Rúmfatalagerinum og það eru beinir hlekkir á vefverslun þeirra…

Ég er í samstarfi með Rúmfatalagerinum en þessi póstur er unninn að mínu frumkvæði, allar vörur valdar af mér og ekki greitt fyrir hann sérstaklega!

…ok sko, það er kannski skerí að fá bara “skinn” í pakka 🙂 en það er samt geggjað sniðugt fyrir krakka/unglinga, sem eru að vaxa upp úr dótinu að fá svona skinn á rúmið/í stólinn og kannski fallegan púða með og í stíl. Svona til þess að punta í herberginu…

Taks skinn – smella hér!

Taks púði – smella hér!

…það eru kannski ekki allir jafn miklir bastáhugamenn og ég, en það er geggjað að fá fallegar bastkörfur sem er hægt að nota til þess að geyma eitthvað á fallegan máta. Svo má alltaf stinga sætu teppi ofan, eða kaupa garn og uppskriftablað fyrir prjónaáhugamanninn/konuna. Smá svona sætar og frumlegar gjafir…

Bast körfur – smella hér!

…dásamleg sængurver eru alltaf góð gjöf, nánast sama á hvaða aldri þiggjandinn er. Mér finnst líka extra gaman að gefa þessi sem eru extra mjúk og falleg…

Sængurver – smella hér!

…fyrir þá sem eiga allt, er þá ekki oftast/alltaf hægt að bæta við sig vösum. Svo má líka setja fallegar greinar eða blóm í vasana og þeir fara bara beint í notkun. Nú ef þú kaupir gerviblómavönd með, þá fer þetta líka bara allt í kassa. Þessir þrír vasar eru í uppáhaldi…

Vasar – smella hér!

…þessir bekkir eru æði – geggjaðir við endann á rúminu og hægt að geyma rúmteppið – eða bara auka sængurver í þeim…

Bekkur með geymslu – smella hér!

….speglar geta verið skemmtileg viðbót við herbergin, þessi standspegill er t.d. í herbergi dótturinnar, og aftan á honum er svona hengi sem hægt er að setja föt á, nú eða brjóta saman rúmteppið og skella aftan á…

Speglar – smella hér!

…gordjöss stóll getur umbreytt miklu, þessir hér – báðir svo fallegir og gætu verið brjútífúl í barna/unglingaherbergið…

Stólar – smella hér!

…aftur, þá er hér snilldargjöf t.d. fyrir krakka/unglinga. Fallegur bekkur getur verið sniðugur við enda rúms, getur verið aukasæti í herberginu og svo er þetta bara fallegt húsgagn og gefur lit inn í herbergið…

Bekkur (6 litir) – smella hér!

…aftur með sængurverin, snilldargjöf líka fyrir krakkana og svo mikið úrval af alls konar fallegum settum!

Barnasængurver – smella hér!

…svona glerkassar eru einstaklega fallegir fyrir skartgripi og það væri jafnvel skemmtilegt að skella smá glingri, eða einhverju djúsí, þarna ofan í…

Skartgripabox – smella hér!

…svo raðar maður bara saman nokkrum af þessum hlutum og býr til fallegt rými!

Vona að þetta hafi gefið ykkur einhverjar sniðugar hugmyndir og kannski hjálpað með þessar seinustu gjafir sem vilja vefjast fyrir manni ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *