Skreytum Hús – 3.þáttaröð – 3.þáttur…

3.þáttaröðin og þriðji þátturinn í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn… 

…í þættinum í dag kynnumst við þeim Kollu og Árna, en þau voru með risrými – sem var sjónvarpsherbergi/leikherbergi, og fjölskyldan var eiginlegan bara vaxin upp úr. Það þurfti að hugsa plássið upp á nýtt og nýta það betur…

…þannig að við byrjum á að skoða fyrir myndir, en eins og þið sjáið þá var gólfefnið látið ná upp veggina á hliðunum, beggja vegna í rýminu. Þetta gerði það að verkum að það virkaði í raun lægra til lofts en er, og mér fannst líka smá svona óróleiki sem kom þar sem gólfefnið er að taka mikið til sína. Vinstri myndin sýnir sjónvarpsrýmið og hvernig skrifstofan var komin fyrir aftan sófann, hinu megin var í raun ekkert sem var enn notað. Hilla með uppsöfnuðum spilum, sem voru mörg hver dottin úr notkun, svo voru tveir stólar og borð sem hafði verið stillt upp fyrir veislu en einhvern vegin sat bara eftir…

…allt rýmið var í hvítu og svo var þarna sjónvarpsskápur og eitt og annað smálegt…

Moodboard fyrir sjónvarpsrými/skrifstofupláss

…við ræddum mikið um veggina og þeim hjónum leist vel á að breyta til, en voru þó ekki alveg tilbúin að mála yfir veggjaparketið. Mér varð þá hugsað til hans Shaun hjá Filmur fyrir heimilið, en seinasti þáttur var einmitt heima hjá honum.

No photo description available.

…en það er alveg magnað úrval til af alls konar viðaráferðum, og svo allt hitt – það var einmitt allt hitt sem var að heilla okkur. Finna einhverja svona áferð sem væri fallegi og væri bara hægt að filma beint yfir veggina…

…þetta var alveg snilldarlausn, og ótrúlega gaman að fylgjast með honum Shaun vinna og sjá hversu ótrúlega fær hann er í sínu fagi…

…þegar þetta fór upp á veggina þá varð ég himinlifandi, þetta var alveg lookið sem ég vildi fá og tónaði vel niður parketið…

…hér sjáið þið líka nærmynda af veggjunum, svona svo þið sjáið betur áferðina…

…veggbúturinn var síðan málaður í Náttúrulegum frá Slippfélaginu og það breytti hreinlega öllu þarna. Liturinn ýtti hreinlega undir lofthæðina og það var eins og allt hækkaði bara um leið – snilld…

…hérna sjáið þið ferlið í miðjum klíðum, hentar mér prýðisvel að hafa nóg af köllum að skipa fyrir 🙂

…mig langaði að fá sjónvarpsskáp sem myndi ná alveg endanna á milli. Bæði til þess að ýkja hlutföllin og fá bara meira geymslurými og uppstillingarpláss. Þar sem þetta eru næstum 5 metrar þá er nú ekki mikið í boði sem hentaði því, og ég ákvað að eina lausnin væri því að útbúa eitthvað sniðugt.

Eftir smá leit og miklar pælingar, þá fann ég sniðugan skáp í Dorma, sem var alls ekki dýr og mér fannst hann alveg pörfekt í þetta…

…pælingin var að nota þrjá svona, og útbúa eina langa plötu ofan á þá. Auk þess datt mér í hug að taka stöngina sem sneri upp og borðplatan var fest í, og hreinlega snúa henni á hlið, þannig að í stað þess að festa plötuna ofan á, þá var hún fest á hlið – og myndaði þannig bak í hverja einingu. Þá var hægt að láta snúrur og þess háttar leiðindi vera í hvarfi á bakvið plötuna, og það – það skiptir sko miklu máli!

…við fengum svo Byko til þess að saga niður fyrir okkur plötur, sem voru grunnaðar og við settum síðan kanta á til þess að þykkja þær. Öðru megin fóru fætur úr Byko undir en hinum megin voru sjónvarpsskáparnir góðu…

..svo þegar plöturnar voru reddí, búið að grunna og festa og gera og græja, þá tók snillingurinn Shaun aftur til sinna ráða og filmaði báðar báðar plöturnar. Hér var notuð svört filma með viðarútliti og útkoman varð alveg geggjuð…

…get bara ekki mælt meira með Shaun og þjónustunni hjá Filmur fyrir heimilið – smella hér!

…og útkoman varð sérlega falleg, bæði platan sjálf og hillurnar undir…

…þið sjáið síðan hlið við hlið, þegar búið er að setja sjónvarpið og annað á…

…hér sjáið þið líka betur hversu fallegir veggirnir urðu…

…fyrir utan veggi og sjónvarpsskáp, þá var mottan stóra breytingin í sjónvarpsrýminu. En það er að muna öllu að vera með fallega mottu sem að afmarkar svæðið. Þessi hérna er frá Húsgagnahöllinni og er í stærðinni 2×3…

…svo var það að gera mjög mikið að setja púða og slíkt í lit til þess að poppa þetta allt aðeins upp…

…púðarnir eru frá Rúmfó en skemilinn er frá Dorma

…séð yfir rýmið, og núna virðist sófinn hafa tekið vaxtarkipp bara vegna þess að hann fær pláss til þess að njóta sín – og svo auðvitað stækkar mottan allt saman. Eins eru litirnir í púðunum að breyta svo miklu og gefa hlýleika…

…á bakvið sófann stendur nú bekkur, en hann er hugsaður til þess að ýta að skrifborðinu ef þau ákveða að nota það til þess að spila við…

…svo gerir alltaf smá svona kózýlýsing og plöntur (þessi reyndar gervi frá Dorma) alltaf heilmikið…

…við það að fá svona langan sjónvarpsbekk, þá tók rýmið líka annan vaxtarkipp – þetta er allt á uppleið 🙂

…og hér sjáið þið hvað það er falleg filman á plötunni, alveg gordjöss…

…stórar körfur smellpassa síðan undir bekkina, þar sem hægt er að geyma teppin, prjónadótið eða spilin. Það er alveg endalaust af plássi sem þetta bíður upp á…

…smáhlutirnir eru blanda af nýju og gömlu, en þessi stóri Búdda og kertastjakarnir koma frá Dorma og mér fannst alveg nauðsynlegt að vera með einhverja stóra skrautmuni þarna. Þannig að Búddin er ekki bara að koma með frið og ró inn í rýmið, heldur er hann líka til þess að skapa jafnvægi…

…stundum þarf líka ekki að vera með lampa til þess að útbúa kózý lýsingu, hérna fann ég svo fallegt hangandi ljós frá Byko, sem var alveg það sem vantaði…

…og eins og þið sjáið þá hélt bekkurinn áfram hinum megin við veggbútinn. Hann felur þar ofninn, sem er undir og loftar samt um, og þá er líka komið skemmtilegt fráleggsborð fyrir þá sem sitja í stólunum…

…en hérna megin er núna komið mjög svo kózý horn þar sem er setið í hægindastólum, og hægt að njóta þess að lesa/tölvast eða bara spjalla saman…

…eldri stóllinn er alveg eldgamall og búinn að vera lengi í fjölskyldunni – hann er “lazyboy” og það er hægt að setja upp skemil sem er innbyggður í honum. Sá nýji er síðan frá Dorma og hann er mjög svo þægilegur og flottur…

…og eins og þið sjáið þá er samt nóg pláss alls staðar og alls ekkert þröngt um…

…vegghillan frá Dorma er líka æðisleg og upplögð fyrir myndir og alls konar hluti sem gera rýmið persónulegt…

…aftur er lítil motta notuð til þess að gera svona afmörkun á plássinu, svona rétt bara til þess að allt sé á sínum stað…

…og þó að þessar mottur séu alls ekki eins eða líkar, þá passa þær samt svo fallega saman…

…hér er allt komið í ljómandi harmonerinu, komið alveg nýtt og þægilegt svæði sem á eftir að nýtast. Auk þess sem myndin sem þau fengu sér á vegginn var alveg til þess að binda saman alla litina.

Listaverkið geggjaða er ljósmynd af Þjórsárósum prentuð á chromaluxe plötu eftir ljósmyndarann Páll Jökull Photography

…það var mikilvægt að vera samt með heimaskrifstofuna, og þau fengu sér skrifborð í Rúmfó sem er hækkanlegt og stórt, og jafnvel séns fyrir þau bæði hjónin til þess að vinna við ef þörf krefur…

…hillan sem er á veggnum (hilluberar og hilla frá Byko) er síðan kjörin til þess að skella bara skjánum beint ofan á, þá er borðið autt og þarna getur fjölskyldan átt spilakvöld í framtíðinni…

Held að þið getið verið sammála um að rýmið hefur breyst heilmikið, þrátt fyrir að við erum með öll sömu húsgögnin þarna inni, en bættum bara við nokkrum vel völdum hlutum. Eins gerði málningin stóra hluti, og auðvitað filmuðu veggirnir! Í það minnsta, plássið er eins og nýtt og nýtist vonandi fjölskyldunni enn betur í framtíðinni – þannig að ég er bara mjög svo þakklát og sátt, og þakka auðvitað sérstaklega þessum yndislegu hjónum fyrir að taka mér svona vel, og öllum mínum hugmyndum ❤❤

…og að lokum, nokkrar fyrir og eftir, hlið við hlið! 🙂

5 comments for “Skreytum Hús – 3.þáttaröð – 3.þáttur…

  1. Anna Margret Bjarnadottir
    10.11.2021 at 11:52

    Hvaðan er lampinn með 3 örmum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.11.2021 at 23:42

      Hann er frá Ilva!

    • Jovina Sveinbjörnsdóttir
      21.02.2023 at 08:07

      Mjög góð og falleg breyting. Og gaman að sjá hvernig hái veggurinn verður eins og í þrívídd við að fá á sig lit.

  2. Helena Hermundardóttir
    13.11.2021 at 13:02

    Þú ert snillingur, þetta er svo flott!

    • Helena Pálsdóttir
      23.02.2023 at 14:10

      Geggjuð breyting, svo hlýlegt og kózy.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *