Smá svona jóló…

….það er búið að vera mikið að gera í jólakvöldunum þessa vikuna, fyrst var það Húsgagnahöllin á miðvikudag og í gær var það Dorma. En við stoppum ekkert strax, og í kvöld er það Húsgagnahöllin/Dorma á Akureyri.

Smellið hér til þess að skrá ykkur á viðburðinn!

…ég er búin að vera að mynda og vinna með vörur frá báðum þessum verslunum hérna heima og ætla að deila með ykkur myndum í dag, en auk þess að geta komið í verslunina á Akureyri í kvöld og verslað með 20% afslætti, þá getið þið nýtt ykkur sama afsláttinn í netverslun og ef eitthvað er að heilla, þá má láta freistast.

Byrjum á Húsgagnahöllinni, en þar fékk ég þessa geggjuðu tindáta, jólatré og reyndar diskinn (en hann er gamall).

Smella fyrir tindáta í höllinni!

Þessi póstur er unninn í samstarfi við Húsgagnahöllina og Dorma, en allar vörurnar sem þið sjáið eru valdar af mér!

…annað sem heillaði svo sannarlega í höllinni voru þessi hérna kertastjaka….

Smella hér fyrir kertastjaka!

…annar flottur og skemmtilegt að það er hægt að snúa honum á báða vegu…

Nordal kertastjaki – smella!

…hér tók ég bara eina einfalda grein og setti ofan á, bretti bara stilkinn undir…

…og enn önnur leið var að setja bara þessa tvo saman, finnst það koma líka fallega út…

…þetta með mig og jólatrén fer að verða vandræðalegt, og ég á erfitt með að standast þau. Þessi fannst mér æðisleg, og þau koma líka í gylltu…

Lene Bjerre jólatré – smella!

…svo komu þær loksins, en ég fékk að velja inn nokkrar jólavörur fyrir höllina og þar á meðal eru þessar dásamlegu Maríustyttur sem komu rétt í tæka tíð fyrir jólakvöldið…

Smella fyrir Meyjarstyttur!

…mér finnst þær svo ótrúlega fallegar – en það eru 4 mismunandi stærðir og til gylltar og gráar…

…sjáið bara….

…og sýna ykkur fallega kertastjakann í öðru umhverfi og með fallegu tjánum…

…þetta er nú ansi fallegt…

…hér er síðan eitt af mínum upphalds, en ég elska fallega kransa og þessi hérna er gordjöss…

Jólakrans Q55cm – smella!

…bjöllurnar eru því miður gamlar, og fást ekki hérna heima, en saman finnst mér þetta svo fallegt…

….ég er alveg að detta í gírinn að fara að skreyta þegar ég horfi á þetta svona…

…kíkjum svo aðeins í Dorma, en þessi hérna – þessi bolli er svo fallegur og hátíðlegur…

…meira af jólatrjám sem æra óstöðuga, þessi hérna finnst mér nokkuð fullkomin…

Boltze Thorus jólatré – smella!

…og þetta hreindýr hérna, það er svo flott – meiri segja eiginmaðurinn hafði orð á því – og þá er nú mikið sagt…

…og svo að lokum, smá bland í poka…

…þessar lengjur fengu þrjár að koma upp á stöngina í eldhúsinu hjá okkur…

…og þessir litlu kransar voru svo fallegir og í nokkrum mismunandi stærðum, svo skellti ég stjörnum í suma og hengdi í mismunandi hæðir…

…einfalt og fallegt…

Smellið hér til þess að skoða jólin í Dorma!
Smella hér til þess að skoða jólin í Húsgagnahöllinni!

Athugið að það er 20% afsláttur sem gildir á netinu til miðnættis í dag, þannig að þið getið nýtt ykkur það ef eitthvað heillar! Annars er ég bara spennt að kíkja á Akureyri í kvöld og hitta vonandi sem flesta ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát

2 comments for “Smá svona jóló…

  1. Svandís
    12.12.2021 at 09:30


    Þetta er ævintýralega fallegt. Er að spá í hvaðan rúllugluggagardínurnar og hvað heita þær?
    Takk fyrir þessa dásamlega hóp.

    Kveðja
    Svandís

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.12.2021 at 22:49

      Þetta er 13 ára gamlar screen gardínur, gæti verið Húsasmiðjan eða Byko!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *