Örlítið gamalt…

…sem er samt nýtt – fyrir mér. Sko það má alveg fullyrða að það er nóg af alls konar í eldhúsinu hjá mér, svona öðru en uppskriftum og eldamennsku 🙂 En engu síður þá er það þannig að ef ég sé eitthvað sem heillar, þá bara stenst ég það ekki…

…eins og þið sáið í þessum pósti hér – smella – þá heimsóttum við Litlu loppuna á Dalvík í sumar. Þar rak ég augun í þessa hérna tvo diska og það var eitthvað við þá að heilla mig. Blátt og hvítt er alltaf eitthvað heillandi, ekki satt?

…sá þá fyrir mér hangandi á vegg – nú eða bara til þess að bera fram á…

…þeir eru ólíkir en samt fannst mér þeir svo fallegir saman…

…svona til þess að prufa – þá skellti ég þeim í hilluna í eldhúsinu…

…en mest af öllu sé ég þá fyrir mér hangandi á vegg í sumarbústaðnum mínum – þessum sem ég á ekki! En hey, draumar kosta sko ekki neitt – nema þá verðið sem ég borgaði fyrir diskana fallegu…

…en það er svo gaman í svona fjársjóðsleit á nytjamörkuðum, þessi lampi er líka svoleiðis fundur!
Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *