Ljúfa lífið…

…vitið þið hvað! Það kom loksins hingað til okkar á höfuðborgarsvæðinu, sumarið. Við biðum nánast allan júní og júlí – en mikið hafa þeir verið dásamlegir þessir sólardagar þegar þeir loksins birtust…

…ég gat loksins sett út pullurnar í sófana, það er alveg magnað hvað það þarf lítið til þess að gleðja mann stundum. Svo er það líka einstaklega notalegt að vera alltaf með félagsskap þegar maður er þarna úti, en hann Moli lætur sig ekki vanta…

…það er nú ekki amalegt að njóta þegar þetta er svona…

…fallegi Molinn minn…

…ég er líka fegin að eiga myndir af rósinni á pallinum því að nokkrum dögum seinna gekk yfir rok og hvert einasta blóm fauk af, mér til mikillar mæðu og sorgar…

…með góðum vilja þá tókst okkur að snæða kvöldmat úti eitt kvöldið, en með hjálp ómyndaðra hjálpatækja eins og teppi fyrir hvern fjölskyldumeðlim 🙂

…en þetta getur litið vel út, og það leit út fyrir að verða nógu heitt til þess að borða út, þar til sólin fór í hvarf…

…sést hver er spenntastur fyrir matnum…

…ég ákvað að viðra aðeins leðurpullurnar og skellti þeim út á pallinn líka…

…og Moli er alveg sáttur við það…

…en reyndar höfum við það staðfest að hann getur sofnað hvar sem er 🙂

…og af því að ég veit að ég fæ spurnir um ýmislegt, þá er hér smá listi:
Litur á dekki – Smágrár, pallaolía frá Slippfélaginu
Litur á veggjum – Húmgrár, hálfþekjandi frá Slippfélaginu
Sófasett – Rúmfó, fékkst fyrir nokkrum árum

Standur fyrir hengirúm – Ikea
Hengirúm – Unalome.is
Svart borð við sófasett – Byko
Kollar við sófasett – gamlir frá Rúmfó

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *