Kózýheit par exelanz…

…við erum að detta í haustgírinn. Skólinn nálgast óðfluga og þá fer maður einhvern vegin að gera sig reddý fyrir meiri kózýfíling. Það er búið að fara í taugarnar á mér í þó nokkurn tíma hversu þunnar dúnsængurnar okkar voru orðnar, og okkur langaði báðum að endurnýja og fá okkur einhverjar geggjaðar sængur, og þá auðvitað kodda. Magnað hversu lengi maður oft dregið þetta, sérstaklega miðað við að þetta er í notkun á hverri einustu nóttu og skiptir svo miklu máli.

Ég er búin að vera í góðu samstarfi með Dorma í langan tíma og hún Svava verslunarstjóri á Smáratorginu vildi endilega að ég myndi prufa sængur og kodda frá þeim sem hún sagði að væri æðisleg, og mamma mia, það sem hún hafði rétt fyrir sér.

Þessi póstur er því unninn í samstarfi við Dorma, en eins og alltaf er allt sem er sýnt hér er valið af mér og eftir mínum smekk alfarið – eins og alltaf!

Fyrst langaði mig að segja ykkur frá Dorma Luxury Ice heilsukoddanum. Ég er persónulega mikið fyrir dúnkoddana en ég er búin að sofa með þennan í tvær nætur og mér finnst hann ótrúlega þægilegur. Ennþá hafa samt dúnkoddarnir vinninginn fyrir mig, en þessi hérna – eiginmaðurinn elskar hann. Það er svona “köld hlið” á honum og maður finnur hvað hann heldur vel utan um hausinn, þannig að fyrir þá sem fíla annað en dúninn, þá kemur þessi sko hiklaust sterkur inn…

Einstakt, kælandi áklæði umlykur Luxury Ice koddann. Þetta efni er sérhannað svo flæði lofts haldi öllum umframhita algerlega frá húð þinni, höfði og hálsi. Uppbygging/innra byrði koddans léttir á þrýstingi á þau svæði og veitir samfelldan og óraskaðan stuðning. Saman hjálpar þetta þér að upplifa þægindi og svefngæði sem þig hefur fram að þessu aðeins dreymt um.
    •    Sveigjanlegur Visco koddi sem dekrar við þig. Koddinn lagar sig að háls- og höfuðsvæði þínu og léttir þannig á þrýstingi. Hann veitir líkama þínum samfelldan og óraskaðan stuðning í hvaða stöðu sem er.
    •    Einstakt áklæði með kælingu sem kemur í veg fyrir svita á háls- og höfuðsvæði. Þetta gerir svefn þinn betri og þú vaknar ferskari.
    •    Loftflæðirákir koddans veita virkt loftflæði yfir háls- og höfuðsvæði alla nóttina.
    •    Viscoefnið hefur örlitla nabba í uppbyggingu sinni sem skapa loftrými milli höfuðs og kodda.
    •    Kæliáklæðið má taka utan af koddanum og þvo í þvottavél til að koma í veg fyrir rykmaurarækt sem getur orsakað öndunarerfiðleika og ofnæmi.
    •    Þriggja ára ábyrgð á innra byrði.
    •    Hentar öllum svefnstöðum; hvort sem þú sefur á hliðinni, bakinu eða maganum.

Tekið af síðu Dorma.is

Smella hér til þess að skoða Cool Pillow á heimasíðu Dorma

Svo er það “minn koddi” eða þessi dásamlegi 3ja laga dúnkoddi – Fano þriggja laga dúnkoddi. En þarna var kominn koddinn sem hentaði mér alveg. Ég elska svona djúsí dúnkodda…

Fano 3 laga dúnkoddi 50×70

Fanø dúnkoddin frá danska merkinu Quilts of Denmark er gerður úr hreinsuðum, fínum gæsadún en utan um er þétt og vandað, lífrænt bómullarefni (100% batiste, tc 329). Þessi vandaði, þriggja laga kodd er hannaður til að veita þér sem bestan svefn.
Breidd: 70 cm    Dýpt: 50 cm   

Upplýsingar frá Dorma

Svo er það sængin, elsku sængin – Dorma Luxe heit sæng! En þessi er eins og ég elska mest, flöffí og hlý, samt ekki of hlý, og eins og að liggja undir dásamlegu skýi…

Dorma Luxe heit sæng – Dásamleg, heit dúnsæng frá Quilts of Denmark. Stærð: 140×200 cm. 800 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða.

Upplýsingar fengnar af heimasíðu Dorma

Smella til þess að skoða sængur í Dorma!

______________________
Góð ráð við umhirðu sænga og kodda:
Þegar farið er fram úr rúminu gæti ögn af svita/raka enn legið í sænginni og koddanum. Látið því lofta vel um áður en notað er rúmteppi (þegar við á).
Gott er að snúa sænginni reglulega við, frá tám að herðum og hrista hana létt að miðju.
Ekki nota ryksugu eða banka harkalega (eins og mottu). Hvorki sæng né kodda en gott er að hrista hvoru tveggja létt undir berum himni annað slagið (í þurru veðri) og leggja út á snúru (eða hvað sem tiltækt er) í einhverja stund.
Athugið að þvo aldrei fleiri en eina (einbreiða) sæng / tvo kodda í sömu vél (ef um venjulega heimilisstærð af þvottavél ræðir) og ekki í vél sem tekur undir 7 kg. Tvöföld sæng passar ekki í venjulega vél. Ef hægt er að velja þvottaprógramm sem hefur mildan snúning og vindu en mikið vatn er það ákjósanlegt.
Ef um bletti er að ræða er gott að nudda áklæðið með svampi áður en sængin / koddinn fer í þvottavél.
Veljið rétt þvottaefni, án ensíma, fyrir sængur og kodda og athugið að sumt þvottaefni getur skemmt dún. Notið aldrei mýkingarefni.
Notið þurrkara til að þurrka sængur og kodda. Hitastig þurrkarans má þó ekki fara yfir 60°c, betra er þá að nota minni hita og lengri tíma (gæti farið í allt að 3-5 klukkustundir).
Setjið kodda og sængur strax í þurrkara eftir þvott og helst með nokkrum tennisboltum því þeir hleypa lofti inn í sængina.
Passið sérstaklega vel að þurrka dúnkodda og -sængur algerlega, þ.e. taka allan raka úr í þurrkaranum.
______________________

Upplýsingar fengnar af heimasíðu Dorma

Snilldin var líka að viljugir sjálfboðaliðar komu í stórum hópum til þess að prufa…

…svo þarf maður auðvitað að redda sér nýju utan um öll herlegheitin og þessi dásamlegu Cemment rúmföt voru eiginlega of mjúk og kózý til þess að standast þau.

Dorma home rúmfötin eru úr 100% bómullarsatíni með vönduðum rennilás. Fást í mörgum fallegum litum og mynstrum. Þau hafa 300 bómullarþræði sem tryggir virkilega mjúka viðkomu og frábæra endingu. Sett fyrir eina sæng og einn kodda.

Dorma Home rúmföt Cemment 140×200 – smella hér til að skoða!

…og fyrir dömur sem nota í það minnsta 3 kodda, eins og akkurat ég, þá er snilld að geta keypt auka koddaver með…

…ég þvoði þessi og henti beint á rúmið, og þurfti ekki að strauja þau neitt…

…við erum núna búin að sofa með koddana og sængurnar í viku og ég verð að gefa þessu fullt hús stiga. Fyrir nautnasegginn sem í mér býr þá er þetta bara draumur í dós  ♥

…við erum líka með  Elegance 15 heilsudýnuna frá Dorma og búin að sofa á henni síðan 2018 og hún er hreint draumur. Þið getið smellt hérna til þess að skoða nánar!

…vona að þetta hjálpi ykkur sem eruð í svipuðum leiðangri, að leita að sængum og koddum – við erum í það minnsta í sjöunda himni, og liggjum þar undir flöffí dásamlegu sængurskýi  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *