Uppstillingar í Rúmfó…

…ég fór núna í vikunni og stillti upp í Rúmfó á Smáratorgi. Þetta er svona nett millibilsástand, svona ekki komið haust en ekki alveg sumar – þannig að ég reyndi að hafa þetta bara létt og kózý í bland. Það er svoldið svona sem ég fíla…

…ég var sérstaklega hrifin af því að nota bambusinn, eins og sést á bæði húsgögnum og á gerviplöntum….

…Gamelgab-skenkurinn er líka sérlega fallegur við gráa litinn á veggnum (Kózýgrár frá Slippfélaginu) og sérstaklega þegar maður skellir grænum fylgihlutum og blómum með…

…og talandi um fallega græna, þá eru þessir hérna borðstofustólar úr velúr alveg einstaklega bjútífúl…

…hér notaði ég hvíta blómastanda, og eins og þið sjáið þá sneri ég öðrum þeirra á hvolfi, svona til þess að fá tröppuganginn…

…og talandi um tröppugang þá er þetta borðsett alveg æðislegt, einfalt en fallegt…

…og hinum megin við ganginn var líka sett upp nýtt svæði…

…og það sem mér finnst mest áberandi við að horfa á þessa myndir, er þvílíkur galdur er fólgin í gardínum. Hér setti ég bara upp þrýstistangir og notaði síðan Bolmen gardínur…

…þetta litla hliðar/blómaborð er svo fallegt, og sérstaklega þegar maður notar körfurnar og blómin til þess að leyfa þeim að njóta sín…

…hvítt hringborð með eikarfótum og stólar með brúnu “leðri” – hlýleg blanda sem getur ekki klikkað og svo þegar bastljósið bætist við þá er kózý skandí fílingurinn kominn…

…meira af bambus – bæði kollur og skógrind, og svo blóm og luktir.

Ég var ansi ánægð með þessa uppstillingu…

…glerskápur í stíl við skenkinn, mjög fallegur með ljósi innan í…

…síðan var líka sett upp smá svæði sem minnir á að skólinn fer að hefjast, með skrifborði og stól…

…og auðvitað meira af basti og bambus, smá svona þema í gangi…

…og örlítið af bleikum lit með, það má…

…svo að lokum litli pallurinn…

…ég gat ekki annað en hlegið þegar að ég uppgvötaði að ég hafði í raun skreytt þetta allt saman í stíl við hvernig ég var klædd þennan dag – ágætt hjá þér frú Soffia…

…nokkrir af hlutunum sem notaðir voru…

Njótið dagsins og helgarinnar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *