Hirðingjarnir á Höfn…

…einn af þeim stöðum sem við sóttum heim núna í sumar var Höfn í Hornafirði. Það var hreint dásamleg heimsókn og kemur í sérpóst, en þar til – þá langaði mig að deila með ykkur myndum sem ég tók á nytjamarkaðinum á Höfn. Hirðingjarnir eru opnir á fimmtudögum frá 16:30-18:30.

Ég elska að fara í svona fjársjóðsleitir, hvar sem ég næ í þær…

…það er alls staðar hægt að finna fallegt leirtau sem er hægt að blanda fallega með því sem maður á fyrir…

…fallegt og íslenskt…

…það var ákveðin nýjung að sjá að maður getur keypt blóm og afleggjara á nytjamarkaði – skemmtilegt…

…ég var alveg heilluð af þessum hérna. Sá þá eiginlega alveg fyrir mér í eldhúsglugganum og með svartri snúru…

…Gustav Klimt er alltaf klassík…

…gamlar myndir í barnaherbergin, klassískar plötur og falleg klukka – það er alltaf hægt að finna eitthvað…

…þetta sett fannst mér mjög fallegt, og fallegt upp á punt líka…

…það er alltaf hægt að finna fullt af kertastjökum…

…svo er svo gaman að þessum skemmtilega skrítnu hlutum sem maður rekur augun í…

…kona með könnublæti sér enn eftir að hafa ekki bara kippt þessari með heim…

…þessi hérna gamli leikfangabúðakassi finnst mér æði…

…annað fallegt ljós…

…sjáið bara hvað þessi hérna er falleg…

…og þessir gömlu hlutir, þeir heilla alltaf…

…klassísk hvít tarína, alltaf hægt að nota svoleiðis…

…það er svo flott að vera með svona samansafn af stjökum…

…töff samansafn af gömlum töskum frá sjónaukum…

…og Betlehem og meiri Klimt…

…aldrei of seint að byrja að skoða jólaskrautið…

…eruð þið búnar að kíkja þarna í sumar? Eða á einhverja aðra nytjamarkaði úti á landi?

Smella hér til þess að fylgja Hirðingjunum á Facebook

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *