Tax free í Höllinni…

…ég rak augun í að það eru Tax Free dagar að hefjast í Húsgagnahöllinni fram yfir helgi. Eins sá ég að það var sending af alls konar nýju góssi að koma í hús, þannig að mér fannst kjörið að gera léttan póst þar sem ég týni fram nokkra hluti sem eru að heilla, eða sem ég hef verið að nota undanfarið.
Pósturinn er ekki kostaður sérstaklega, en Húsgagnahöllin er með auglýsingu hér á síðunni og ég hef verið í farsælu samstarfi með þeim til fjölda ára. En eins og alltaf eru allt valið af mér og eftir mínum smekk!

Byrjum á kertastjökum, en þessir voru að koma – þrír saman í setti og ég er að elska þá. Held að þeir yrðu líka ferlega töff settir saman og blandað svart og gyllt. Eins eru allir dýrastjakarnir og stytturnar alveg að gera góða hluti…

…ég notaði þessa púða í Búseta-verkefnið mitt fyrr á árinu, og þeir eru æðislegir. Efnið er svo massíft og það er svona vintage fílingur í þeim…

…þessi vasi er í uppáhaldi hjá mér og ég er með hann á eyjunni undir sleifar og slíkt…

Mubbs vasi svartur/hvítur

…þessir veggpottar eru geggjaðir…

…þessi hérna vasi er æðislegur, hann er stór og grófur og alveg ekta svona “statement” hlutur inn í rými. Nógu stór til þess að geta staðið á gólfi sem og á borði…

Eightmood Alesso vasi 31x31cm hvítur

…Broste bekkur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo flottur á ganginn en hann er líka geggjaður í stofuna, eða bara í svefnherbergið ef pláss er nóg. Æðislegt að setja bara bakka eða bækur á hann og nota sem hálfgert borð…

Broste Gorm bekkur 40×170 Magnet

…ást mín á kökudiskum með fæti fer ekki minnkandi með árunum, og hér er einn geggjaður hvítur og annar glær – þetta er eldhússkraut sem er hægt að nota endalaust…

…þessi bakki er eitthvað sem allir ættu að eiga. Það er hægt að geyma alls konar á honum, auk þess sem það er hreinlega hægt að gera blómaskreytingar í hann…

Broste Holger kertadiskur á fæti svartur Ø35xH12

…falleg bretti, bæði til brúks og skrauts…

…þessi console borð eru alveg að trylla mig, ég er bara farin að leita að stað til þess að setja þau á – tvö í setti…

Light&Living console borð s/2

…litlir kollar/skemlar passa alls staðar inn, og þessir hérna – þeir eru hver öðrum fallegri…

…mig dreymir um að nota þetta hérna í stelpuherbergi, hann yrði alveg dásemd í fallegu rými…

Ptmd Wisse hægindastóll flauel petrol

…fallegu diskamotturnar mínar, ég á þær bæði í natur og í svörtu. Líka geggjaðar bara sem “dúkur” að hafa eina svona á miðju borði…

Diskamotta svört

…þessi geggjuðu silki hortensíur fást í Höllinni, sem og öll stráin sem eru í vasanum, geggjaðir eilífaðar vendir…

Hortensía bleikt blóm

…og þar sem ég er öll í gullinu þessa dagana, þá stoppaði ég við bæði salatáhöldin sem og lampann, lofit…

Riverdale Bryce borðlampi 53 cm gylltur
Eightmood Matera salatáhöld Gold

…ég er enn jafnskotin í Charlietown sófanum og stólnum, finnst þetta vera algjörlega klassík…

…skammel með geymslu, passar alls staðar og til í fjórum ólíkum litum…

Retina skammel m/geymslu

…eldhúsvagninn passar allstaðar, fyrirferðarlítill og flottur…

…ég sá líka að það er boðið upp á sendingar á smávöru frítt í Póstbox, þannig að það er um að gera að nýta sér það!
Dagana 5.–9. ágúst bjóðum við taxfree afslátt af öllum vörum* stórum sem smáum, í öllum verslunum okkar.
Í ljósi nýjustu frétta viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar enn frekar að versla á vefnum og bjóðum því tímabundið sendingar á smávörum frítt í Póstbox.

Smellið hér til þess að skoða heimasíðu Húsgagnahallarinnar!

Vona að þið hafið haft gaman af póstinum og eigið yndislegan dag ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *