Innlit í Rúmfó…

…á Bíldshöfða, en ég var að setja upp rými inni í húsgagnadeildinni hjá þeim, og bara verð að deila þessu með ykkur! Ég var ekkert smá ánægð með útkomuna og þá er alltaf extra skemmtilegt að sýna. Ég verð að skipta þessu í nokkra pósta og hér er sá fyrsti.


Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

Ég setti upp “forstofu”, sem samanstóð af stól og bekk og öðru smálegu…

Hér er listi yfir það sem ég notaði og með því að smella á þá farið þið beint á síðu Rúmfó og getið skoðað nánar:



…ég var líka mjög skotin þessum hengipotti, og hann kemur með gerviblóminu með (fann þetta því miður ekki á síðunni þeirra)…

…ótrúlega gaman að sjá hvað það þarf í raun fáa hluti til þess að gera svona rými virkilega kózý og fallegt!

…svo er það borðstofan sem við kíkjum líka á núna. En hún er frekar einföld en svo mikið að mínum smekk.

  1. Stólar – Blokhus skeljastól (grátt efni)
  2. Borð – Gadeskov borð
  3. Skenkur – Ry glerskápur

…en þar sem stólarnir eru úr svona gráu áklæði þá varð ég mjög hrifin af þeim, þeir eru mjög svona notalegir…

…Reidar glerluktin á borðinu finnst mér líka ótrúlega smart. Ennþá smartari þegar þær eru svona nokkrar saman. Reidar – smella hér að skoða

Ry glerskápur flotti, hann er bara bjútífúl við…

…í baksýn sést í Kalvehus-speglana, en ég tók einn pakka og skipti honum upp í borðstofu og stofunni (sem þið sjáið síðar). Kalvehus – smella hér

…litlir detailar…

…svo sést hér í stofurýmið í baksýn – eruð þið ekki til í að sjá það nánar?

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Innlit í Rúmfó…

  1. Linda Kristín Ernudóttir
    11.02.2019 at 20:23

    Frábært og smekklegt,fallegir litir saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *