Innlit í Góða Hirðinn…

…orðið ansi langt síðan seinast og því alveg tímabært að taka smá hring, ekki satt?

…enda er alltaf eitthvað sem maður getur rekið augun í og séð fyrir sér í einhverju öðru hlutverki eða leikið sér með…

…heill hellingur af alls konar ljósum…

…mér fannst þetta alveg ferlega töff, veit ekki hvað maður myndi nota þetta í – annað en bara að vera töff…

…svo elska ég alltaf svona eitthvað gamalt og fallegt…

…ansi mikið af fallegum náttborðum og svo þessi skápur, svoldið geggjaður…

…alls konar stólar og myndir, og svo fullt af tekkbökkum, svona fyrir veislurnar eins og í gamla daga…

…tvær ólíkar prófílmyndir…

…ást mín á hvítu og bláu heldur áfram, og sérstaklega könnum…

…fallegir bollar með undirskálum, og litlir skrautdiskar…

….ohhh þessi hér með blómum í, svoldið mikið heillandi…

…var svo skotin í þessum krossi…

…þessi stóri var geggjaður fyrir t.d. strá og sá minni, pörfekt fyrir túlípana…

…þessi borð eru ná alltaf snilld fyrir t.d. veislur…

…hér er falleg veggmynd sem væri t.d. hægt að mála, og svo gömul klukka – svona eins og ég breytti hér (smella)...

…hvað sástu sem var að heilla? Eitthvað sem þú hefðir keypt þér í hvellli?

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. 

1 comment for “Innlit í Góða Hirðinn…

  1. Anna Sigga Eiríksdóttir
    12.06.2021 at 21:45

    uuuhh já sko tveir skápar 😀 þessi stóri ljósi furuskápur og brúni bogadregna hillan 😀 fúlt að þessi búð er ekki á Akureyri 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *