Stofa og borðstofa – moodboard…

…ég er í moodboard-unum og læt mig dreyma. Allt svona létt og ljóst, eitthvað sem er að heilla þessa dagana. Í þetta sinn er það stofu og borðstofa sem verða fyrir valin og öll húsgögnin eru frá HúsgagnahöllinniÉg er í samstarfi með Höllinni en allar vörurnar eru valdar af mér.

Því er ekki neitað að sófinn er með því mikilvægasta sem fer inn í stofuna. Þessi hérna tungusófi finnst mér vera alveg draumur. Hann er stílhreinn og flottur, svo finnst mér svörtu fæturnar alveg setja punktið yfir i-ið.

Bari hornsófi – smella hér!

…mottur eru það sem draga svæðið saman og afmarka það, svo eru þær bara svo endalaust kózý. Þessi hérna er úr nýju línunni hennar Rut Kára og mér finnst hún ææææææði…

Rut Kára mottur – smella hér!

…en svo er líka til fjöldinn allur af öðrum fallegum mottum. Mjög góð mottustærð svona almennt er 200×290 og passar hún við svona velflesta sófa, en það er oft þannig að ef mottan er of lítil þá virkar stofan hreinlega minni…

…fallegur standlampi við sófann gefur fallega og milda birtu, og sér í lagi þegar hann er eins og þessi hérna – þá er gullið að gefa okkur hellings glamúr…

Kare Scala – smella hér!

…svo talandi um glamúr, þá er þetta marmaraborð – sem er svona út í brúna og beistóna – algjör draumur sko…

Vega sófaborð – smella hér!

…sjálfri finnst mér oft fallegt að brjóta upp rýmið með því að vera með staka stóla á móti sófanum og það er mikið úrval fallegum stólum. Þessi hérna heillar…

Paris hægindastóll – smella hér!

…og sömuleiðis þessir hér…

Kare Maye hægindastóll – smella hér!
Column hægindastóll – smella hér!

…en að lokum fannst mér þessi alveg geggjaður, og hann fæst bæði í hvítu og í brúngráum lit…

Rondo hægindastóll – smella hér!

…borðstofuborðið er síðan í hlýlegum dökkbrúnum við, þannig að það tónar virkilega fallega við allt saman…

Latina borðstofuborð – smella hér!

…stólarnir eru með svörtum fótum, og eru þannig að “tala við” hin húsgögnin. Stungið bak og seta gefur þeim einstaklega fallegt yfirbragð…

Brooke hægindastóll – smella hér!

…meira bling takk, og þessi ljósakróna yfir borðið er draumur…

Kare Snowballs ljós – smella hér!

…svo má bæta þessum við á hliðarborð þarna einhversstaðar…

Riverdale lampi – smella hér!

…eitthvað á veggina er möst, og glermyndinar frá KARE eru einstaklega fallegar. Þær eru í raun þannig að þú þarf að sjá þær með eigin augum til þess að ná hversu ótrúlegir litirnir og áferðin eru í raun…

Kare glermyndir – smella hér!

…og ef annað bregst, þá eru speglar alltaf falleg viðbót í hvaða rými sem er…

Kare Finestra speglar – smella hér!

…ég verð síðan að benda á þessa vasa, en þeir eru svo töff og flottir grúbbaðir saman á stofu- eða borðstofuborði…

Eightmood Talia vasar – smella hér!

…og útkoman er þá þessi, þegar allt er sett saman – held að þetta gæti bara orðið ein gordjöss stofa – Love it ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

1 comment for “Stofa og borðstofa – moodboard…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    06.04.2024 at 15:42

    .þetta er svakalega flott allt saman 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *