Enn meiri fegurð í blómum…

…en ég fór í Heildverslunina Samasem á Grensásvegi, og ég tók nokkrar myndir af blómunum sem ég varð bara að deila með ykkur – ég meina sko, sjáið bara þessa fegurð…

…fresíur og levkoj í miklu magni þessa dagana – afskornu blómin fáið þið í blómaverslunum og líka í Hagkaupum

…dásamlegir túlipanar, en vá hvað mér finnast þeir fallegir alltaf…

…ég er líka pínulítið að elska þá í svona hvítu sellófani, en þeir verða eitthvað svo draumkenndir svoleiðis…

…og bóndarósirnar eru geggjaðar – vá þær eru svo fallegar!

…afskornu blómin eru seld í heildsölu, en það geta víst allir verslað útiblómin og ég smellti nokkrum myndum af þeim líka…

…geggjuð tré í útikerin, athugið að verðið sem þið sjáið er án virðisaukaskatts…

…nú má veðrið fara að verða aðeins skárra hérna á höfuðborgarsvæðinu svo maður þori að setja út blóm…

…ég fékk afskorin blóm með mér heim, sem ég naut þess að hafa í vasa yfir helgina…

…bóndarósirnar eru t.d. engu líkar – þessar eru djúprauðar, alveg einstaklega fallegar…

…svo voru það fallega bleikir túlípanar, og möndlukaka í stíl…

…fóru vel með geggjuðu súrdeigsbrauðu og salati frá Álftaneskaffi…

…og fresíur og meðí í vasa í eldhúsglugganum…

…og þó ég sé ekki komin með mikið af útiblómum, þá setti ég cyprus-a í pottana á pallinum…

…er að elska að sjá hvað það gerir mikið að fá smá grænt með, breytir öllu! Þessir eru líka einstaklega flottir og stórir, þannig að einn er að fylla vel í kerið sem áður þurfti nokkur blóm…

…vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan  ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *