Lítil verk…

…geta breytt svo miklu. Þessa dagana erum við eiginlega í sjálfskipaðri sóttkví. Við reynum að fara eins lítið að heiman og unnt er, og það veldur því að maður er að grípa í eitt og annað sem hefur verið á þessum sívinsæla “to do-lista” sem til er á hverju heimili.
Þannig að ég fór í tvö verk sem ég hef ætlað mér að klára heillengi.
Fyrsta versið er bekkurinn okkar – sem var upprunalega sófaborð sem við mjókkuðum. Hann er búinn að vera í stöðugri notkun síðan og nú vildi ég breyta smá…

…á meðan ég var að, þá ákvað Molakisinn að leggja sig á sófabakinu…

…svona eins og maður gerir, leggja sig í sólinni…

…ég ákvað að nota uppáhalds “grófu” málninguna mína frá Slippfélaginu. En hana hef ég notað til þess að mála ansi margar mublur hérna inni. Þetta er auðvitað ekki eiginleg húsgagnamálning, en ég fíla svo vel þessa grófu, rustic áferð sem kemur af henni. Þegar ég mála með henni þá er ég ekkert að pússa áður, heldur bara mála beint. Hef síðan bara bætt á eftir þörfum þegar fer að sjá á mublunni. Þetta er auðvitað alls ekkert pró meðhöndlun á mublum, og ég myndi ekki gera þetta við einhverja mjög “fansí mublu” – en fyrir grófari hluti – sem passa fyrir svona gróft look – þá er þetta mitt uppáhalds!

Athugið að ég er í samstarfi við Slippfélagið – en þessi póstur er ekki kostaður!

…og hér sjáið þið muninn, eftir bara eina umferð og ekkert pússað áður. Ég geri eins og svo oft áður, ég mála þetta viljandi “illa” þannig að skíni aðeins í gegn sumsstaðar (eins og sést á endanum) og þá virkar hann svona svildið gamall og lifaður…

…ég var síðan með þennan gamla klukkuskáp, sem ég keypti einu sinni ódýrt í GH. Hann er búin að standa í bílskúrnum í eflaust 2 ár, og alltaf verið á leiðnni í smá meðhöndlun…

…eins og sést þá er hann brotinn og ansi illa farinn, og því var ég ákveðin í að mála hann líka…

…tók í burtu glerið, og “krullið” sem var ofan á því – og þá var ég kominn með nýjan “skáp” fyrir Maríustyttuna mína…

…aftur sést hér grófa aðferðin, þannig að ég er að mála svo sjáist í viðinn í gegn…

…en ég er alveg ferlega ánægð með hann svona – hann snýr reyndar líka á hvolfi – en skrautið ofan á, ætti að vera undir skápnum…

….en þetta vakti hjá mér löngun í næsta verkefni – það er annar póstur!
Magnað hvað maður nær oft að ýta á undan sér verkefnum, sem taka síðan enga stund og maður er svo glaður með að ljúka!

Hvernig líst ykkur á – eruð þið að “nýta” tímann í að klára verkefni af listanum?

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Lítil verk…

  1. Þórný
    19.03.2020 at 07:22

    Æðislegt! Notaðirðu líka svörtu málninguna á klukkuskápinn? Mér finnst eins og hann sé pínu grár.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.03.2020 at 02:04

      Sama svarta málningin 🙂

  2. Birgitta
    10.12.2020 at 23:08

    Geggjað flott hjá þér. Ég er með gamlan lítinn tekkskáp sem mig langar að mála hvítan. Get ég notað sömu aðferð til að fá svona rustic áferð eða verð ég að pússa fyrst ?
    Og hvaða málningu myndirðu mæla með ?

    kveðja 🙂

  3. Jórunn
    23.02.2022 at 22:54

    Mjög flott hjá þér og skemmtilegt að þú haldir í aldur hlutana því gamlir hlutir hafa margir sögu og það er sjarmi í sliti þeirra. Sýnir notkun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *