Jólagjafapælingar…

…ef þið fenguð nýjasta Rúmfó-bæklinginn inn um lúguna þá hafið þið væntanlega rekið augun í mig í ofurhetjupósunni, smilandi framan í heiminn!

En ég fékk tækifæri til þess að setja saman smá moodboard í blaðið og langaði að deila því með ykkur hérna – spennandi að fá að prufa þessa nálgun í blaðinu! Nú er enginn að halda að maður gefi allt sem þar til þess að gera t.d. svefnherbergi, en það þarf oft ekki nema púða eða rúmföt til þess að ýta manni af stað í eitthvað spennandi 🙂

Hér er síðan eins og hún leit út í blaðinu og þið getið smellt hér til þess að skoða beina hlekki á vefsíðu Rúmfó:

…pælingin á bakvið þetta er í raun hjónaherbergi, annars vegar eitt með bláu/dökku, og annað sem væri ljósara og léttara!
Hér er dekkra rýmið, eins og ég sé það svona fyrir mér. Síðar dökkbláar gardínur og geggjuðu rúmfötin (eins og ég á – sjá hér) nema bara útgáfan í bláu. Létt rúmteppi sem er hægt að snúa á tvö vegu. Töff loftljós og síðan alls konar smálegt sem gerir allt svo kózý. Glerskápurinn hér í horninu, nú eða sá sem er í blaðinu, væri æðislegur í svefherbergi ef pláss er til. Ég er að sjá þetta alveg fyrir mér uppstillt með fallegum skóm og veskjum, skarti og ilmvatni. Nú eða bara sem línskáp – bæði gæti virkað…

…svo er það aðeins léttari og ljósari útgáfan, svona í bleiku og gráu. Ég er alveg að fíla þetta. Svona bland í poka af allskonar fallegum hlutum sem gætu poppað upp hvaða rými sem er.
Síðar gráar gardínur og rúmteppi, falleg bleik sængurver sem er hægt að snúa á tvö vegu – alltaf plús. Dass af gulli og basti og grænu, sem kemur með hlýleika…

…setti síðan upp smá svona lista með uppáhalds jóla-/vetrarhlutunum mínum, sem er sérlega heppilegt þar sem jóladótið er einmitt komið á útsölu.

  1. Grenilengja – Emba
  2. Krukka
  3. Hringir – 3 saman
  4. Könglakerti – led
  5. Hvít skrauthús – led
  6. Viðarbakki – hvíttaður
  7. Bastlukt
  8. Púði
  9. Jólatré – 41cm
  10. Skrauthringur með greinum
  11. Grenigreinar
  12. Loðpúði
  13. Skrautgreinar með könglum
  14. Svört lukt
  15. Gyllt lukt
  16. Burstatré með ljósum – minna
  17. Burstatré með ljósum – stærra
  18. Enjoy gler hjólaborð
  19. Svartir kertastjakar
  20. Tré 58cm
  21. Púði
  22. Lukt með stjörnu
  23. Ljós loðpúði
  24. Jólatré 28cm
  25. Viðarbakki – eik
  26. Loðteppi
  27. Pyssel tré 115cm

…vona að þið eigið yndislegan dag, og njótið þess að jólin eru að koma! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

2 comments for “Jólagjafapælingar…

  1. Kolbrún Gunnarsdóttir
    21.12.2020 at 17:08

    Það er svo gaman að sjá hvað þú ert vandvirk og leggur mikla vinnu í allt sem þú lætur frá þér. Fallegt og vandað eins og þú sjálf. Frábær síða hjá þér. Megi jólin vera þér og þínum gleðileg í alla staði. kv.Kolbrún

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.01.2021 at 01:04

      ❤❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *