Jólin…

…yndisleg að vanda, en allt öðru vísi en við eigum að venjast. Engin boð, forðast að vera í mannfjölda. En höldum okkur með okkar innsta hring, borðum góðan mat og njótum þess að vera saman. Það væri nú margt sem gæti verið verra en það, ekki satt?

…við erum búin að eyða jólunum að öllu leyti bara hérna heima. Borða og horfa og almennt vera löt og það hefur verið ósköp notalegt…

…þó verð ég að viðurkenna að ég hef saknað þess gífurlega að hitta ekki fólkið mitt, og að faðma ekkert fólkið mitt – það hefur reynt á…

…en tilgangurinn helgar meðalið og við vitum hvers vegna við erum að forðast þetta, og vonandi verður ástandið annað og allt öðruvísi næstu jól…

…við skreyttum jólatréð um miðjan mánuðinn…

…og kveiktum á kertunum, einu af öðrum…

…og kertaljós og kózýheit er líka bara svona almennt þema mánaðarins…

…hvít kerti og könglar, þetta er svo mikið að mínu skapi…

…og það er víst nóg af því alls staðar…

…gjöfunum var pakkað inn…

…og að lokum fóru pakkarnir undir tréð…

…og svo eftir alla keyrsluna sem hefur verið undanfarna mánuði þá ákvað ég líka að taka mér bara smá pásu frá bloggi og samfélagsmiðlum og það var ósköp notalegt og líka þarft…

..og ég mæli með því fyrir alla, að ef að skvaldurinn og kliðurinn af samfélagsmiðlum er að bera ykkur ofurliði, þá er allt í góðu að slökkva bara. Við erum ekki að missa af neinu stórvægilegu, ég lofa ♥

Ég vona að jólin ykkar hafi verið ljúf og notaleg, og ég ætla að reyna að deila nokkrum póstum inn á næstu dögum.
Jólaknúsar frá mér til ykkar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *