Aftur í skólann…

…ég var að setja upp svæði hjá Rúmfó á Bíldshöfða og á Smáratorgi núna í vikunni. Það var að koma út svona “Aftur í skólann”-bæklingur og ég var með hann í huga þegar ég setti þett upp. Þannig að þetta er svona nokkurs konar forskrift að unglingaherbergi 🙂 Ef þannig má að orði komast…

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…ég stillti aðeins öðruvísi upp en ég er vön, gerði meiri svona uppstillingu – frekar að beint herbergi. Þannig að þið getið síðan séð þetta fyrir ykkur þar sem hentar. Ég var með rúm sem er 90cm á breidd, eina hillu og skrifborð úr Vandborg línunni

…og eins og alltaf þá elska ég að blanda svoldið saman áferðum, hérna sést grófleiki mottunnar, svo er skinnið, mjúkir púðar, satínáferð á sængurverinu og ullarteppi. Bland í poka og allir vinir…

…stóllinn er líka í uppáhaldi hjá mér, þessi dásamlegi blái litur…

…þetta þarf ekki að vera flókið!

…hér er síðan listinn yfir það sem er notað, þetta er ekki alveg tæmandi en velflest það sem sést á myndinni. Athugið að þetta eru beinir hlekkir sem hægt er að smella á og fara á síðuni Rúmfatalagerins og skoða:

…vona að þetta komi einhverjum að gagni, nú eða sé í það minnsta til gamans! Eigðu yndislega helgi og takk fyrir að kíkja við ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Aftur í skólann…

  1. Margrét Helga
    19.08.2019 at 10:00

    Sé yngri gorminn minn alveg fyrir mér í svona herbergi með bláum tónum…nýi uppáhaldsliturinn hans 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *