Skreytum Hús – 1. þáttur…

…þá er komið að því að fyrsti þátturinn Skreytum Hús… hefur litið ljós inni á Vísir.is og hjá Stöð 2 Maraþon. Þetta verkefni er búið að vera hreint magnað og svo ótrúlega skemmtilegt, að miklu leyti vegna þess hversu heppin ég var með fólkið í kringum mig. Strákarnir hjá Obbosí sáu um að framleiða, leikstýra og taka allt upp og það er búið að vera svo skemmtilegt að vinna með þeim. Þar að auki var ég með svakalega dásamlega þáttakendur. Þannig að ég er hreint og beint mjúk í hjartanu af þakklæti og gleði!

Smella hér til þess að horfa!

og ég mæli með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn 🙂

…í fyrsta þættinum kynnumst við henni Elfu, hjúkrunarfræðing, sem var að kaupa sér sína fyrstu íbúð í miðbæ Reykjavíkur núna í vor. Af þeim hundruðum umsækjenda þá var eitthvað við myndina af risinu hennar Elfu sem ég stoppaði við um leið. Það var mér því mikið gleðiefni þegar við hittumst og ég fann að hún var alveg gull í gegn og var meira en til í að taka þátt í þessu öllu saman – húrra…

…þess ber að geta að það var akkurat ekkert “að” í íbúðinni hennar Elfu. Það sem var hins vegar hennar ósk var að gera íbúðina heimilislegri og meira kózý, enda hefur hún verið undir miklu álagi í vinnunni eins og aðrir í heilbrigðisgeiranum og því ekki náð að hlú að sínu nærumhverfi eins mikið og annars. Hér er því fyrir-myndin okkar…

…ég var ótrúlega spennt fyrir þessu plássi – og um leið og ég sá myndina þá sá ég fyrir mér hillur á veggnum þarna á bakvið – og að mála hann myndi setja svo mikinn svip og leyfa panilinum í loftinu að njóta sín enn betur. Helst langaði mig að mála bitana í loftinu, því að ég ELSKA svarta bita. Þannig að ég gerði smá svona mock-up myndir…

…og í raun var það svona sem ég sá þetta fyrir mér, án þess þó að liturinn skipti höfuðmáli…

…svo var að velja lit í Slippfélaginu, ég var búin að mæla með nokkrum litum og auk þess fékk ég Elfu til þess að horfa í kringum sig og ef það væru einhverjir tónar sem væru að heilla öðrum fremur, að fá þá prufur af þeim líka og hér var útkoman…

…það vildi þannig til að litirnir sem eru lengst til hægri á myndinni voru að heilla mest, þannig að við máluðum þá líka í neðri línu vinstra megin – því þar var mesta birtan og það skiptir því máli að sjá litina í þeim skilyrðum líka. Svo skelltum við plöntu með, auðvitað í bastkörfu og settum svona mynd – til þess að hjálpa okkur að sjá þetta fyrir okkur…

…að lokum var það liturinn Paradís sem varð fyrir valinu, virkilega fallegur mildur bleikur litur sem er lýst svona á heimasíðu Slippfélagsins:


Paradís er afskaplega fallegur mildur grábleikur litur. Hann er svo akkúrat, ekki of sterkur og ekki of yfirgnæfandi, þessi flotti antikbleikur. Hefur verið vinsæll á alflest rými, t.d. eldhús, stofuveggi, barnaherbergi eða þar sem Paradísarbleikur litur væri tilvalinn.

…ég setti saman ákveðið moodboard fyrir stofurýmið, sem samanstóð af þessum hlutum:

…og þegar allt var saman komið, þá var útkoman þessi:

…ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta vera þvílíkur munur á rýminu – þrátt fyrir að það séu kannski ekki neinar drastískar breytingar sem eru gerðar. Það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt, hvað það er hægt að gera mikið, án þess að gera mikið…

…hillurnar eru fylltar af hlutunum sem Elfa átti fyrir, þannig að þær eru algjörlega eftir hennar smekk…

…ljós mottan er skemmtilegur contrast við sófann og kallast á við hvíta loftið, og með því að vera með stærri mottu og ljósari – þá virkar rýmið enn stærra…

…gólflampinn er líka algjör draumur, og auka snilld við hann er að geta slökkt/kveikt á hverju ljósi fyrir sig, þannig að þú stjórnar alveg birtunni…

…sófaborðið og skemilinn passa svona líka vel saman, og bleiki liturinn á skemlinum er dásamlegur við bleika litinn á veggnum…

…ég fékk þá hugmynd að setja spegil ofan á sófaborðið, en það var að koma rammalaus spegill í Rúmfó sem er í svona gold-lit. Ótrúlega fallegur og eftir smá bras, eins og þið sáuð í þættinum 🙂 þá tókst mér að koma honum á réttan stað. Ég setti bara þrjár bækur undir, smá svona auðvelt bókahack…

…ótrúlega einföld og sniðug lausn undir sjónvarpið, Cube eikarhillur frá Rúmfó

…eins fann Elfa þetta geggjaða ljós í Húsgagnahöllinni, ásamt stólum (sem voru væntanlegir)…

…alveg hreint dásamlega fallegt, og svona nett retró…

…hér sést síðan yfir í holið sem er í kvistinum, en ástæðan fyrir að veggurinn kemur svona út er sú að stiginn kemur þarna fyrir neðan, svo mikil snilld…

…að setja skenkinn þarna gerði ótrúlega mikið, tengdi líka saman rýmin að vissu leyti, og svo þegar fallegu bleiku velúrgardínurnar bættust við, og mottan sem var áður í stofunni fékk heiðursess, þá varð þetta rými svo kózý…

…notuðum stigadæmið til þess að setja bara gæru ofan og svo stóran fallegan vasa frá Húsgagnahöllinni. En þarna var að mínu mati alveg möst að hafa þarna stærri hlut, eins og vasann. Það er svo algengt að fólk sé “hrætt” við að nota stærri muni til skreytinga, og sé með mikið af alls konar litlu skrauti – en það þarf stórt með líka!

…þessir veggkertastjakar úr Byko fannst mér gordjöss, þetta eru ledkerti með timer, en það er auðvitað hægt að vera með hefðbundin kerti í þessu líka…

…Virum skápurinn var svo alveg fullkominn þarna í skotið, en áður var þarna skrifborð, en ef skápurinn hefði verið mikið hærri þá hefði hann jafnvel orðið yfirþyrmandi þarna inn…

…fallegur vasi og strá gera svo heilan helling…

…og þar með er búið að fara yfir það helsta. Ég á eflaust eftir að deila fleiri myndum síðar en vá hvað þetta var skemmtilegt!

Takk elsku Elfa fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

13 comments for “Skreytum Hús – 1. þáttur…

  1. Linda
    10.11.2020 at 10:16

    Hvaðan er bleika pullan við sófaborðið?

  2. Birna Guðrún Jónsdóttir
    10.11.2020 at 14:44

    Þvílík dásemd hjá þér Soffía, innilega til lukku með þættina 🙂
    Hvaðan eru bleiku blómin í vasanum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.11.2020 at 17:46

      Þau frá Húsgagnahöllinni, svo falleg!

  3. Hulda
    10.11.2020 at 17:31

    Þetta er ótrúlega fallegt 😍 til hamingju með geggjaðan þátt! Hlakka til að sjá þá alla 🙏

    Langar að fá mér svona borð, hvað erum við að tala um ca þykkar bækur til að hafa undir speglinum? ☺️ Kv. Hulda

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.11.2020 at 17:46

      Hugsa að bækurnar hafi verið ca 1 cm 😉

  4. Sigga
    10.11.2020 at 18:37

    Veistu hvaðan sófinn er ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.11.2020 at 23:58

      Sófinn er gamall og er frá Ikea, hún átti hann fyrir!

  5. Anonymous
    10.11.2020 at 20:40

    Flottur þáttur !
    Þetta er algjör drauma útkoma !
    Og þú ert snillingur fyrir allan peninginn !

  6. Halli
    10.11.2020 at 21:28

    Hvar er hægt að gera svona mockup?
    Af hverju enduðum þið ekki á að mála bitana svarta?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.11.2020 at 00:00

      Eigandinn vildi halda bitunum hvítum, og það var að sjálfsögðu farið eftir hennar vilja 🙂

      Mock-up-ið gerði ég einfaldlega í Paint, það er svo auðvelt að gera þetta þar!

  7. Brynja
    12.11.2020 at 13:56

    Hvar fást púðarnir bleiku í sófanum ? Þetta er svo dásamlega flott hjá þér hlakka til að sjá fl. þætti. Til hamingju frábæra kona.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.11.2020 at 01:14

      Bleiku púðaverin eru gömul en fengust í H&M home á sínum tíma – takk fyrir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *