Skreytum Hús – 2. þáttaröð – 2. þáttur…

Ég er alveg hreint orðlaus yfir viðbrögðunum við fyrsta þætti, ég get því ekkert sagt annað en bara takk fyrir kærlega og ég vona bara að restin af þáttunum eigi eftir að standa undir væntingum.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

Í þættinum í dag, þá eru það hjónin Berglind og Jóhannes sem voru að vandræðast með sjónvarpsherbergið sitt.

Rýmið er stórt og bjart, en var bara einhvern veginn ekki að virka fyrir fjölskylduna og alls ekki pláss sem þau sóttust eftir að vera í. Sem er synd þegar maður á svona stórt og fínt pláss sem getur þjónað góðum tilgangi fyrir fjölskylduna alla.
Byrjum á að skoða fyrirmyndirnar:

Eins og sést þá var í raun bara helmingur rýmisins nýttur, næstum bara vatnshalli af því að það var allt að ske þarna við innganginn en hamstrabúrið fékk bara svítu í innri hlutanum 🙂

Ég setti upp moodboard fyrir rýmið að vanda og hér finnið þið beina hlekki á þá hluti sem voru valdir inn:

Hækkanlegt skrifborð – Rúmfatalagerinn
Skrifborð – Rúmfatalagerinn
Ljósakastari – Byko
Karfa – Rúmfatalagerinn
Blóm – Dorma
Kertastjakar – Rúmfatalagerinn
Myndir – Rúmfatalagerinn
Hillur – Rúmfatalagerinn
Sófi – Húsgagnahöllin
Púðar – Rúmfatalagerinn
Standlampi – Rúmfatalagerinn
Stóll – Rúmfatalagerinn
Planta – Rúmfatalagerinn
Borð – Húsgangahöllin
Bakki – Rúmfatalagerinn
Blóm – Rúmfatalagerinn
Liturinn Ylja – Slippfélagið
Vegghillur – Rúmfatalagerinn
Vegghilla með snaga – Rúmfatalagerinn
Motta – Húsgagnahöllin
Gardínur
og brautir – Rúmfatalagerinn

Það var dásamlegur sófi frá Húsgagnahöllinni sem var ákveðin byrjunarðunktur í þessu ferli og við létum hann stjórna svoldið rýminu, liturinn á veggjunum var því valinn með sófann í huga og ég lét þau fá prufur af Ylja, Draumgráum og Ró frá Slippfélaginu. Það er svo mikilvægt að hafa í huga að málningarprufur eru algjör nauðsyn í svona ferli. Þið viljið sjá litinn í ykkar plássi, þar sem birtan og gólfefnið og allt það sem spilar inn í fær að hafa áhrif á valið.

Að lokum frá það Ylja úr nýja litakortinu mínu frá Slippfélaginu sem varð fyrir valinu og hann er alveg hreint dásamlegur við svona brúnan sófa eins og valinn var.

Þannig að hér er staðan þegar búið var að mála, en enn átti eftir að breyta allri uppröðun og gera og græja eins og sagt er.

Svo var bara gamla sófanum kippt burtu og inn mætti draumasófinn frá Húsgagnahöllinni, sem rúmaði sko meira en vel alla fjölskyldumeðlimi og vel það. Þessi sófi er bara dásamlegur til þess að sitja í, auk þess hvað hann er bara fallegur…

…hægt að fá hann bæði í 30% og 70% leðri og þau völdu sér 70% útgáfuna…

…píanóið fékk að standa nánast á sama stað, en við keyptum nýjan og fallegan, en jafnframt léttari stól við það…

…auk þess gerði ég litla grúbbu á vegginn, þar sem er hægt að setja mismunandi skrautmuni en gefur samt helling af karakter inn í rýmið…

…fyrir ofan píanóið var síðan sett rammagrúbba, eða rammagrúbbur…

…mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að gera svona svoldið óreglulegar rammgrúbbur, og maður passar bara upp á að þær haldi “jafnvægi” og séu í réttu hlutfalli…

…það góða við þær er líka að það er auðvelt að stækka þær með tíð og tíma…

…bæði sófaborðið og mottan kemur frá Húsgagnahöllinni og mér finnst það sérlega fallegt…

…mottan gefur alveg svakalega flottan svip á rýmið, og borðið er extra næs – þungt og massíft…

…svo var það skrifstofuhlutinn. En við þurftum helst að fá upphækkanlegt skrifborð fyrir húsbóndann og annað sem gæti geymt fjölskyldutölvuna – við fengum bæði í Rúmfó. Fyrsta planið var að hafa þau hlið við hlið undir glugganum, en mér þótti það helst til þungt og ákvað að setja þetta svona upp. Mjög sátt…

…af því að þessi tvö ólíku borð eru ekki með eins borðplötum þá ákváðum við að redda því bara, og fórum í Byko og fengum niðursagaðar plötur þar, og þar voru límdir kantanir á þeim. Snilldar lausn til þess að gera borðin eins/svipuð…

…alveg eins og sniðið þarna inn…

…svo skiptir líka máli að setja inn fallegu gardínurnar (sem er nú búið að stytta) og að fá eitthvað svona grænt og kózý þarna í hornið…

…standlampinn fannst mér líka sniðug lausn í stað þess að setja hefðbundnari náttborðslampa, en það er súper auðvelt að setja hann yfir sófann ef vill…

…þar sem við vildum fá tækifæri til þess að setja inn bækur og skrautmuni, en alls ekki hafa það yfirþyrmandi þá notuðum við hillurnar “mínar” úr Rúmfó, þar sem ég tek tvær hillur og nýti þær sem þrjár hillur. Þær eru grunnar og bara svo flottar einmitt í svona. Taka lítið pláss en gefa mikið impact inn í rýmið – einmitt það sem þurfti!

…svo er bara að leika sér með allt skrautið þar til maður verður ánægður með útkomuna. Búddastytturnar eru úr Dorma…

…þið sjáið síðan hérn ahvað hillurnar eru ekkert yfirþyrmandi þarna inni, en gefa bara góða fyllingu án þess að taka mikið pláss…

…að skipta úr ljósunum fyrir svarta kastara úr Byko var líka að breyta heilmiklu, og við settum ýmist upp þriggja ljósa kastara, eða bara einn stakan, eftir því sem við átti…

…svo eins og alltaf þá eru púðar og prjál, svo ekki sé minnst á gardínurnar og brautirnar fyrir þær (bæði úr Rúmfó) sem eru að breyta miklu þarna inni….

…smávegis grænt og kózý til þess að ná fram réttu stemmingunni…

Sjáum svo hlið við hlið, fyrir og eftir…

Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar elsku Berglind og Jóhannes!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *