Sófadagar…

…eru um þessar mundir í Húsgagnahöllinni og því er Tax Free afsláttur í gangi. Mér fannst því kjörið að týna saman nokkra sem mér þóttu fallegir, en mér finnst alltaf sérlega mikið úrval af spennandi sófum í höllinni.
Auk þess er Húsgagnahöllin með mjög góða heimasíðu og það er nú einmitt það sem við eigum að vera að nýta okkur þessa dagana.

Húsgagnahöllin er með auglýsingu hér á síðunni, en þessi póstur er unninn að mínu frumkvæði og var það bara ég sem ákvað hvaða sófar koma hér á eftir!

Hér er hægt að smella til þess að skoða Sófabæklinginn – smella!
Eins eru öll nöfn á sófunum fleitletruð og það er hægt að smella á þau til þess að skoða nánar á síðu Húsgagnahallarinnar

…brúnir leðursófar eru sérstaklega fallegir, fara vel með gráum veggjum t.d. og svo gefa þeir bara svo mikla hlýju inn í rými. Þessi hér heitir Pinto og er gordjöss…

Sicilia kemur í nokkrum stærðum og litum, þessi djúpgræni er jömmí…

Hér er útgáfa sem minnir á Chesterfield sófana, en meira svona “ferköntuð” – en Boyd-sófinn þykir mér svo fallegur…

…og fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi, þá fæst hann líka í svona burgundy – Boyd sófi og hægindastóll

Andros sófarnir eru ofsalega fallegir, og hér eru það bæði svartur og blár sem eru að heilla. Viðarlappirnar eru líka sérlega skemmtileg viðbót…

Emerson tungusófinn, kemur í tveimur gráum tónum, og er sérlega stílhreinn og fallegur. Þetta er svona sófi sem er fallegt að setja púða í og hann nýtur sín bara enn betur…

…þessi hér – dásemd. Svo mjúkar línur og bara geggjað, kemur í nokkrum litum og heitir Venice, hægindastóll til í stíl…

…mæli líka með að skoða hægindastólana, svo margir flottir – smella

…þessi hér er nú ekki einhver sem ég hefði vanalega horft á, en systir mín fékk sér þennan nýlega og hann kemur svo fallega út í vintage gulu. Hún er með dökk gólf, Draumgráan lit frá Slippfélaginu á veggjum og svo ljósan við með, og þessi er alveg pörfekt þar. Hann heitir Rimini og fæst líka í brúngráu, og þeir koma í 2,5 og 3ja sæta…

…með sófanum fékk síðan systirin sér skammelið í koparlit, geggjað flott og svo sniðugt fyrir teppin og allt þetta dót sem fylgir okkur. Skammelin heita Retina og koma í 5 litum: kopar, dusty rose, dökkblár, gulum og dökkgráum…

Charlietown er svo mitt uppáhalds, til í tveimur litum og einnig hægindastóll í stíl – love it!

Njótið dagsins! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *