Stofan – íbúð 202…

…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!

Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!

Hér er heilmálað í Kózýgráum úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu

…það er náttúrulega snilldin við kózýgráa litinn, að um leið og hann er kominn á veggina þá finnst manni orðið – þið vitið kózý – auðvitað! 🙂

En hér vildi ég ná inn einhverju sem myndi gefa rýminu mikinn karakter og fylla vel í stofuna og því fékk ég hugmyndina af því að breyta hillunum úr Rúmfó…

…en það var alveg magnað hversu miklu þær breyttu og hvað þær komu með mikið inn í rýmið.

Þið getið smellt hér til þess að skoða póstinn um hvernig þær voru gerðar – smella!

Annað DIY-verkefni sem ég gerði voru þessi borð, sem ég keypti líka í Rúmfatalagerinum, en mér fannst eikarfæturnir vera of gulir við parketið og við lappirnar á broðstofustólunum. Svo til þess að benda á smáatriðin, þá var guli púðinn í sófanum að espa þetta enn frekar upp…

…þannig að ég brá á það ráð að mála þær bara og þetta urðu í raun alveg ný borð sem urðu til!

Smellið hér til þess að skoða póstinn um borðin – smella!

…ég var líka alveg ótrúlega ánægð með hvernig hillurnar komu út…

…þar borðin eru með glerplötum, þá setti ég bæði bakka og stóra bók á þær til þess að fá meiri “þyngd” á borðið þegar horft er á það…

…og svo var bara að leika sér að raða inn fallegum skrautmunum…

…og aftur eru síðar gardínur að gefa svo mikla mýkt inn í rýmið…

…smá gerviblóm í vasa gera líka heilmikið…

…púðaverin fékk ég síðan öll í H&M Home…

…bláu sófarnir eru líka að gera mikið þarna inni…

…mottan er frá Rúmfatalagerinum, dásamleg svona mjúk flos motta…

…ég fékk fullt af fallegum bókum á Nytjamarkaði, og það er fátt sem mér finnst fallegra að skreyta með…

…þarna inni eru ofnar fyrir gluggunum sem stóru ansi langt út, það gekk því ekki að setja hefðbundnar festingar á veggina – þær voru ekki nógu djúpar.

Ég brá þá á það ráð að svindla svolítið – en þar sem það stóð ekki til að vera mikið að draga þessar gardínur til – þá festum við bara krókana af festingunum beint í loftið. Alls ekki lausn sem gengur alls staðar – en þarna virkaði það…

Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *