Barnaherbergið – íbúð 202…

…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!

Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!

Þessi póstur er barnaherbergið í íbúð 202 í heild sinni!

Allt herbergið er málað í Dásamlegum úr litakorti Frk. Fix hjá Slippfélaginu

…dásamlegu myndirnar eru frá Infantía, en það er yndisleg vefverslun með myndum og vörum sem er svo sannarlega þess virði að skoða nánar – smella hér!

…þegar veggirnir eru í bláu og húsgögnin hvít, þá þarf nausynlega að koma inn einhverju úr við og basti til þess að koma með hlýleika inn í rýmið. Hér eru það lappirnar á stólnum sem gera slíkt…

…ásamt ljósakrónunni úr Ikea, sem er kjörin í svona barnarými. Koma svo fallegir skuggar þegar ljósið skín í gegnum hana…

…þið sjáið líka hvað bastið er fallegt með bláa litinum…

…það þarf oft ekki mikið til þess að skreyta veggina, en þessir hérna veggvasar frá Purkhús eru nú með því fallegra sem fyrirfinnst…

…það eru til hin ýmsu dýr og þeir koma líka í borðvösum…

…eitt af því sem mér þótti sniðugt að gera hér var að setja rúmið ekki í hornið á herberginu, eins og algengt er – heldur miðjusetti ég það á veggnum. Það gerði alveg heilmikið þarna inni – enda bara þrjú húsgögn sem “fylla” þetta rými. Auka plássið sem myndast þarna bíður líka upp á vegghillur fyrir leikföng eða körfur á gólfið…

…það sem setur hvað mestan svip á rýmið er svo dásamlega himnasængin sem er frá Von verslun. Þetta er svona höráferð á þeim, svo mikill kózýfílingur sem fylgir henni…

…mér finnst líka alltaf gaman að setja smá svona þema – og hér eru það eiginlega bara skýin. Skývegglampar frá Ikea og skýjapúðinn frá H&M…

…og hann passar fullkomlega á loftbelgjarúmfötin fallegu frá Rúmfó

…finnst fallegt að þetta tóni allt saman en sé ekki endilega allt eins…

…gólfsíðar gardínur ramma síðan alltaf inn rýmin og gefa því mýkt…

…karfa úr Rúmfó sem geymir bangsana…

…dásamlegur kanínupúði úr H&M…

…þarna sést í talnagrind í hillunni – og það er svona þriðji bast/viðarhluturinn. Talnagrind, loftljósið og lappirnar á stólnum. Alltaf gott að halda í þristana. Geymslukassarnir með dýrunum fengust í Rúmfó…

Listi yfir vörur og beinir hlekkir með því að smella:

…eins og sést á þessu þá þarf ekkert alltaf að fylla herbergið til þess að gera það hlýlegt og fallegt fyrir krílið. Þetta herbergi hentar fullkomlega fyrir bæði kynin, og það væri í raun auðvelt að breyta því að litlu leyti þegar árin líða til þess að að það þjóni breyttum þörfum barnsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

2 comments for “Barnaherbergið – íbúð 202…

  1. Sæunn
    30.09.2020 at 09:36

    Takk fyrir póstinn. Manstu hvað þessi ljósakróna úr Ikea heitir?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *