Innlit í Litlu Garðbúðina á Selfossi…

…en hún er á Austurvegi 21 á Selfossi, í kjallara á húsinu sem er merkt Sjafnarblóm – en Litla Garðbúin er í kjallaranum og gengið í hana niður úr Sjafnarblómi…

…svo töff veggirnir og skapar strax geggjaða stemmingu…

…og í Litlu Garðbúðinni má finna allt sem þig vantar, og það sem þú vissir bara alls ekki að þig vantaði – eins og hér, þessar skálar og bollar…

…nú ef þú ert meiri blúnda þá er líka nóg í þeirri deild…

…skálarnar og diskarnir, þetta er fullkomið til þess að para með hversdagslega stellinu til þess að koma rómantík inn í…

…þessi litla kanna, sjáið bara hversu falleg…

…það er alltaf fallega uppstillt þarna inni, og svo skemmtilega lita/þemastillt upp…

…bleikt og beis og bjútífúl…

…dásamlegar skálar og krukkur…

…svo er líka auðvitað bláa deildin, með dass af myntu…

…þetta er svo dásamlega fallegt…

…það er líka bara svo fallegt að stilla upp með svona mynstruðum skálum…

…þarna er líka hægt að versla ýmsar sælkeravörur…

…mikið af fallegum stöndum og slíku…

…þessi eru úr plasti og gera útileguna ansi mikið fansí…

…gyllt og doppur…

…mér finnst þessi hilla alveg ferlega flott…

…og það er auðvitað garðdeild, eins og nafnið gefur til kynna…

…þetta eru eins og konfektmolar – svo fallegt…

…pjúra rómantík…

…ef þið eigið til sumarbústað – þá verðið þið að fara þarna við…

…falleg viskastykki…

…fullkomið fyrir sultuna eða bara skartið…

…þarna er líka ótrúlega mikið úrval af fallegu Múmíndóti fyrir börnin…

…geggjuð staup…

…mæli með að gefa sér góðan tíma…

…að skoða og njóta…

…ohhh þessar skálar…

…smellið hér til þess að fylgja Litlu Garðbúðini á Facebook!

…það er líka dóta”búð” inni í Litlu Garðbúðinni, sem er með svona vintage fíling, og minn maður var nú alveg að fíla það…

…dásamlega mjúkur og gammel þessi…

…og jújú, þessi fékk að fara með heim – eða þeir báðir sko…

…í alvöru – þetta er skyldustopp! Helst bara sérferð á Selfoss til þess að skoða þennan gullmola ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

1 comment for “Innlit í Litlu Garðbúðina á Selfossi…

  1. Anonymous
    10.07.2020 at 14:50

    Gordjöss búð 🤩😍😍 þarf að fara í hana fyrir alvöru…hef keypt tvennt hjá þeim. Allt í fullu gildi 🤭 og fengið bara sent til mín. Vona að ég nái þessu áður en það verður of seint.
    Kv Anna Sigga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *