Kanarí – sumarfrí pt1…

…stundum fær maður svona hugmyndir sem er sniðugt að skella sér bara í að framkvæma. Það gerðist fyrr í sumar. Við vorum búin að vera að spá í að fara erlendis en vorum ekkert búin að bóka. Ætluðum bara að sjá hvað við myndum finna. Svo sáum við Kanarí-ferðir í boði og ákváðum bara að skella okkur í smá frí fjögur saman. Bókuðum á föstudegi, og fórum út eftir hádegi á mánudegi…

…allir svona líka kátir og spenntir…

…við bókuðum í gegnum Úrval Útsýn (ekkert samstarf eða afsláttur í gangi) og flugum síðan út með Icelandair. Sátum reyndar aftast í vélinni, en komumst samt á endastöð…

…svo þegar gengið var inn á hótellobby-ið, þá tók þetta á móti oss. Velkomin til Kanarí…

…Hótelið okkar hét: Bungalows Parque Cristobal – smella og skoða. En þetta er bungalow-hótel, sem þýðir að þetta eru svona lítil hús. Næstum lítið þorp af húsum, og við vorum í Premium Suite.

Þannig að það var hjónaherbergi. Sonurinn svaf í sófanum, en dóttirin fékk aukarúm, og þau voru frami. Fann reyndar að ég myndaði það hreinlega ekki, algjör yfirsjón…

…svo var það þegar við vöknuðum morguninn eftir að við fengum stemminguna beint í æð – dásamlegur hiti, pálmatré og fegurð…

…það eru tvær laugar í hótelgarðinu og önnur er eiginlega bara sérhönnuð fyrir krakkana, t.d. með þessari hérna rennibraut…

…sem og með vatnsleiksvæði fyrir krakkana…

…ef maður væri með börn undir svona 7-8 ára aldri þá þyrfti maður í raun aldrei að fara út af hótelinu…

…það er því rosalega margir kostir við að vera á svona hóteli. Alveg ótvírætt. Það var súpermarkaður við hliðina, þannig að allt var bara við hendina, dásamlegt að vera svangur og panta bara samloku á hótelbarnum og þurfa ekki að lyfta hendinni. En hins vegar höfum við í tvö ár verið í húsum sem við höfum leigt, á Alicante (sjá hér), og ég verð að viðurkenna að privat-ið er meira fyrir mig og mína. Að þurfa ekki að “slást” um sólbekki og vera út af fyrir sig, það er eitthvað sem ég kann að meta…

…en það tekur samt ekkert frá þessu hóteli sem var alveg ótrúlega næs…

…elska t.d. öll þessi pálmatré…

…og þessi nutu þess að geta hlaupið á milli lauganna og bara leikið sér…

…fallegt að sjá á kvöldin líka…

…svo þegar maður liggur eins og skata í sólinni…

…þá var alveg dásemd að rölta heim í hús, í nýumbúið rúmið og leggjast upp í og lesa í smá stund – í góðri loftkælingu…

…þessum var slétt sama um loftkælinguna…

…notuðu meira svona vatnskælingu…

…litla húsið okkar…

…og gaman að fylgjast með vatnsdótasafninu vaxa fyrir utan húsin. Fyrir utan umhverfissjónarmiðið – sem lét mann óska þess að hótelin væru almennt bara með haug af svona dóti og leigðu það út, eða bara lánuðu. Þvílík sóun…

…þarna sést í barinn á bakvið, þar sem var hægt að borða og bara almennt hafa það notalegt…

…það var mikið action þarna á hótelinu, í kringum aðallaugina. Stundum jafnvel um of. Það var vatnsleikir, leikfimi, vatnsbingó, tískusýningar – og iðulega var einhver skemmtun á kvöldin. Komið með páfagauka, settar upp sýningar og bara mikið að gerast – fyrir þá sem það fíla…

…hótelið bauð meira segja upp á myndatöku fyrir börnin, og bara fjölskyldur – en það kostaði auðvitað 🙂 En sniðugt fyrir þá sem vilja slá tvær flugur í einu höggi. Þess ber að geta að myndin hér að neðan – hún er bara tekin af mér…

…við vorum í það minnsta fullsátt við dvöl okkar þarna, og bara almennt við Kanarí – en ég ákvað að dvelja bara á hótelinu í þessum pósti og segi ykkur meira frá ferðinni í seinni póstum!
Njótið dagsins, og takk fyrir að kíkja við ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Kanarí – sumarfrí pt1…

  1. Rannveig Ása
    29.08.2019 at 08:50

    Þetta hefur verið yndisleg ferð og ómetanlegt að eiga svona fallegar myndir til minningar. Takk fyrir að deila með okkur, ljúfa þú.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *