Bekkur – DIY…

…í Rúmfó fæst bekkur sem ber heitið Bramming. Ég verð að viðurkenna að mér þykir áferðin/útlit hans ekki neitt sérstakt augnayndi eins og hann er, en hins vegar þykir mér hann mjög flottur í laginu. Massífur, klassískur viðarbekkur – það er algjörlega tímalaust húsgagn…

…hér sjáið þið málin á bekknum…

….nú ef manni líkar ekki áferðin, þá er bara minnsta málið að skella smá málningu á gripinn, ekki satt…

…svo mikið mikið fallegri svona…

…ég notaði svörtu málninguna “mína” frá Slippfélaginu. En það er hún sem ég nota þegar ég vil fá svona ekta, gammel, rustic fíling. Það er auðvitað hægt að pússa og lakka þetta og gera meira fansí. En ég fíla svo vel þetta gameldags útlit og áferð sem kemur af þessi. Auk þess sem ég pússa ekkert undir, heldur bara mála beint…

…í þetta sinn fór ég líka aðeins yfir bekkinn með sandpappír til þess að gera hann enn meira rustic, gera hann smá máðann á köntunum…

…og hér sjáið þið hann kominn á réttan stað…

…í svefnherbergið í íbúð 301

…nú þarf ég bara að klára að skrifa hina póstana fyrir ykkur ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Bekkur – DIY…

  1. Anonymous
    13.10.2020 at 21:01

    Mjög fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *