Innlit í Byko…

…en á morgun er einmitt Blár fimmtudagur í Byko, sem þýðir að það eru svaka afslættir og tilboð í gangi. Ég tók smá rölt um jólin hjá þeim og smellti af myndum af ýmsu sem var að heilla ykkar konu.

Þessi póstur er því unnin í samvinnu við Byko…

…er svo hrifin af þessum stílhreinu aðventuljósum, alveg ótrúlega falleg…

…sem og Lúsíurnar, en þær seljast víst alltaf upp…

…enda svo fallegar…

…ferlega fallegt könglaskraut á jólatréð…

…og þessi vasi, með smá snjó í botni og nokkrum kúlum – eða bara litu jólahúsi – dásemd…

…yndisleg lítil jólatré…

…og gyllt og glæsileg…

…ég elska fallega kransa, og þessir eru svo sannarlega flottir. Það er líka svo fallegt að láta þá liggja bara á borði og hafa kerti í miðjunni…

…einfaldar kertaskreytingar í bakka…

…endalaust af fallegum ljóshringjum…

…þessar kúlur voru alveg geggjaðar…

…stór og mikil burstatré – já takk bara…

…og enn hærri – enn meira já takk sko!

…svalir sveinar…

…og auðvitað burstatré með ljósi…

…þessi finnst mér ótrúlega falleg – og með litlum jólatrjám með – pörfektó…

…hvítir kransar – en eins og þið takið vel eftir þá dregst ég alltaf að hvítum og grænum litum, það er svo hátíðlegt í mínum augum…

…eins og ég sagði 🙂

…dásamlegar luktir – og það er allt svo fallega upp sett þarna…

…yndisleg tré – og greinarnar slúta þungar af snjó…

…awwwwww – elsku krúttin, það var hrollur í þeim…

…svo fallegar Maríur…

…og geggjaðar ljósakúlur…

…allt fyrir jólaþorpin…

…tilbúnir ljóskransar, og bara eftir að skreyta að vild…

…og þó snemmt sé, þá eru jólatrén alveg ofsalega flott…

…sem sé bara af nægu að taka…

…svo töff svartar stjörnur…

…eitt af því sem verður á sérstöku tilboði þennan fimmtudaginn er þessi hérna ljósakrans, Star Trading:

…en hann er alveg ótrúlega fallegur í glugga…

…svo skemmtilega öðruvísi…

…svo rak ég augun í þennan svarta krans með ljósunum, sem verður líka á sértilboði…

…hann er vel stór, 48cm, og fínlegur vír…

…þannig að ég tók gervigrenilengju og vafði einfaldlega bara utan um. Tekur um það bil 4 mínútur frá byrjun til enda…

…hér sjáið þið kveikt á kransinum…

…og svo þegar var farið að vefja…

…og útkoman…

…ótrúlega einfalt og fallegt – hægt að setja hvaða skraut sem er með!
Þannig að ég segi bara, góða skemmtun á bláa fimmtudeginum í Byko á morgun!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Innlit í Byko…

  1. Margrét Helga
    15.11.2019 at 07:50

    Geggjaður krans 🙂 Svo einfaldur og fallegur!

  2. Anna
    15.11.2019 at 22:42

    Takk fyrir þennann póst, greinilega margt fallegt í Byko, og kransinn þinn er algjör snilld 😍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *